Frú Pendúll

er auðvitað óttaleg dúlla en það vissuð þið auðvitað.

Ég sé að hér á Moggabloggi játar fólk eða neitar hvort það skrifaði undir Indefence- nú haldið þið áreiðanlega að ég ætli að gera eins en það er nú bara ekki til umræðu hér.

Hér hef ég verið á blárri línu í kvöld, það eru bara sum kvöld svona. Horft á Himmaskáp og talað við hann og kvartað þessi býsn yfir að hafa hann ekki. Nú hafa liðið 2 heil ár, allt árið 2008 og allt árið 2009 - sem hann tók engan þátt í með okkur hér sem elskuðum hann. Ég gekk aðeins um í Sóllandi, nýja duftreitnum fyrir neðan Perluna. Þar er Hjalti Hafsteinsson vinur minn jarðsettur. En hann var einn þeirra sem kvöddu á nýliðnu ári.

Annað sem fólk er að tjá sig um hér er Skaupið. Mér fannst það skemmtilegt. Allt saman.

Nýi besti vinur minn er Rómeó, hann veit að ég á harðfisk í boxi inn í ísskáp. Harðfiskurinn er að boxa við hangikjötið.

Jólin og áramótin liðu eins hratt og þau gera hjá svona gamlingjum eins og okkur Steinari. Jólin fóru í vinnu hjá mér, við borðuðum í vinnunni og Hjalti og Siggi borðuðu með okkur. Á jóladag þurfti ég ekki að mæta fyrr en klukkan 20 en á 2og 3ja í jólum vann ég heilar vaktir. Svo kom 2ja daga pása sem fór mest í að hvíla sig og svo voru það morgunvaktir milli áranna. Heilsan hefur hrekkt mig að undanförnu og ekkert lát á því, ég þrælast í vinnuna og bíð niðurstaðna úr rannsóknum. Þetta kemur allt í ljós seinna.

Ég strengi aldrei áramótaheit en ég lofaði þó sjálfri mér að á þessu ári, 2010, skyldi ég næra það sem gleður -og horfa á jákvæðar hliðar lífsins. Lífið er einfaldlega of stutt til að eyða því í svartsýni.

Gleðilegt ár elskurnar og takk fyrir yndisleg komment við næstu færslu við


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Valdís Skúladóttir, 3.1.2010 kl. 01:19

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gleðilegt ár Ragga mín, gott að setja sig í girinn í upphafi árs og svo að hanga bara í honum.

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.1.2010 kl. 01:29

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ragnheiður mín

Gleðilegt nýtt ár. Þakka samfylgdina á blogginu.

Ragnheiður skrifar: "Ég strengi aldrei áramótaheit en ég lofaði þó sjálfri mér að á þessu ári, 2010, skyldi ég næra það sem gleður -og horfa á jákvæðar hliðar lífsins. Lífið er einfaldlega of stutt til að eyða því í svartsýni."

Mikið líst mér vel á þessi áform og ætla að hugleiða þetta fyrir sjálfa mig. Lífið er nefnilega stutt og við þurfum að njóta og njóta alls þess góða sem í boði er til að byggja okkur upp.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.1.2010 kl. 01:42

4 identicon

 já þú ert dúlla.Ég er líka búin að vera blú,áramótin voru erfið,en samt hef ég það gott og er svo rík að eiga svona góða vinkonu og samferðamann sem þú ert.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 01:48

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ragga mín satt er að lífið er allt of stutt til að hugsa annað en í jákvæðar áttir og gera allt sem manni langar til, sko svo fremi sem maður hefur efni á.

Vona að þú verði betri á heilsunni þinni Dúllan mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.1.2010 kl. 10:34

6 Smámynd: Kidda

Alveg sammála með skaupið, það var gott í ár.

En mér líst vel á þetta loforð sem þú gefur sjálfri þér í sambandi við 2010. Lífið er svo stutt að við þurfum að læra að njóta hverrar stundar.

Knús og klús

Kidda, 3.1.2010 kl. 12:02

7 Smámynd: Sigrún Óskars

mér fannst skaupið gott - hló helling.

Í dagbókina mína skrifaði ég í upphafi árs 2010: jákvæðni og gleði - ætli þetta sé eitthvað Blikastígs-mottó??

Allavega sendi ég þér knús yfir

Sigrún Óskars, 3.1.2010 kl. 12:17

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig Ragga mín og ég er alveg sammála þér með skaupið það var mjög gott.  Bestu kveðjur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.1.2010 kl. 18:28

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skaupið var gott - ég hlæ alltaf meira eftir því sem ég sé það oftar.

Hrönn Sigurðardóttir, 3.1.2010 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband