Ansi brothætt ...

og ég rek mig á það sífellt. Ekki þannig samt að ég sé alveg að missa mig, æpandi eða grátandi eða neitt svo dramatískt..en þolið er ekki mikið.

Í kvöld fór sonur minn í afplánun á eftirstöðvum dóms , hann fór ekki í lokað fangelsi. Hann fékk að fara í annað úrræði en þar eru reglur sem hann þarf að fara eftir annars er allt ónýtt og nákvæmlega ekkert eftir fyrir hann annað en hörð afplánun í lokuðu fangelsi. Þarna þarf hann að vera í tvo og hálfan mánuð, ekki langt kannski en inn í þetta koma jólin og svona. Dómurinn hans Himma var heldur ekki langur en hann kom ekki lifandi heim ! Fangelsismálastofnun hefur alveg verið á mannlegum nótum í hans málum, fyrir það er ég þakklát.

En hann gekk inn í þetta hús í kvöld klukkan 21, á sama tíma lagðist mamma hans í bólið, andlega þrotin af kröftum. Mér fannst ég hrynja í gegnum margar ímyndaðar hæðir af vonbrigðum, sorg og þreytu. Nú sit ég hér, í myrkrinu, í kjallaranum og leita að stiganum upp aftur, það veit sá sem allt veit að hér ætla ég ekki að vera.

Við snerum allri stofunni við í dag, ég beit í mig að fara að bóna gólfið, er sko með gamalt parket sem er ekki sérlega fallegt ...það snarlagaðist við bónið !

En nú ætla ég að halda áfram að halda vöku fyrir vesalings Steinari mínum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Vonandi gengur allt vel hjá þér Ragga mín.  Strákurinn þinn spjarar sig örugglega vel. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.11.2009 kl. 02:13

2 Smámynd: Ragnheiður

Ég vona það- ég er skíthrædd við þetta ef hann þarf í lokað fangelsi.Málið er að hann er alveg hættur (sjöníuþrettán) öllu veseni og þetta er restin af þessu sem hann gerði af sér. Hefur ekkert gert síðan 07 en fangelsiskerfið er bara svo hægt um þessar mundir ...enda sprungið.

Ragnheiður , 9.11.2009 kl. 02:24

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ragga mín.

Sárt að lesa þessa grein. Eina sem hægt er að gera er að setja allt sitt traust á Drottinn. Biðja hann um vernd fyrir son þinn.

Guð veri með þér og gefi þér styrk og kraft.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.11.2009 kl. 02:31

4 Smámynd: Ragnheiður

Já Rósa mín

Það er áreiðanlega eina hjálpin sem ég get búist við.

Takk fyrir þinn endalausa hlýhug

Ragnheiður , 9.11.2009 kl. 02:44

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 9.11.2009 kl. 07:17

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Elsku Ragga mín,  ég skal hjálpa þér við að senda drengnum þínum jákvæðar bænir.

Áhyggjur geta virkað sem neikvæðar bænir, svo það er betra að breyta áhyggjum í  ljós og kærleika og umvefja með því. (Veit það er auðveldara að segja en að framkvæma)

Trúi því að drengurinn þinn komi heill heim í fang mömmu sinnar  

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.11.2009 kl. 07:43

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér finnst svo vitlaust að senda unga fólkið í afplánun þegar þau eru búin að snúa við blaðinu, kannski í á þriðja ár.  Farin að lifa góðu lífi og eru ekkert að gera af sér.  Fáránlegt og vitlaust !

Allar þínar tilfinningar eru eðlilegar.  Ótti og kvíði, sorg og depurð.  Þú ert að endurupplifa afar erfiða lífsreynslu Ragnheiður mín.

Það er alltaf auðveldara að ráðleggja öðrum heldur en að framkvæma sjálfur.... það veit ég..... en ég ráðlegg þér samt að láta soninn vita að þú treystir honum algjörlega og að þú hlakkir til að gera eitthvað með honum þegar afplánun er lokið... t.d. að fara saman út að borða eða í bíó... eitthvað sem þið getið talað um og hlakkað til saman.

Eigðu góðan dag.   

Anna Einarsdóttir, 9.11.2009 kl. 10:14

8 identicon

Æji, núna leka tárin niður. Vonaði svo innilega að Hjalli myndi sleppa við þetta. Af hverju völdu þeir ekki einhvern sem er hættulegur til að setja inn. En ég má ekki missa mig í reiði heldur á ég að senda ykkur öllum styrk og jákvæðar hugsanir til fangelsisyfirvalda um að þeir stytti vistina í 5 vikur eða minna. 

Elsku besta Ragga mín, geri það eina sem ég get gert næstu vikurnar en það er að reyna að umvefja þig í kærleik og ljósi.

Risaknús og klús 

Kidda (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 10:39

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ragga mín, ég mun og hef beðið fyrir honum og ykkur öllum, hann mun spjara sig elsku drengurinn þinn.

Ljúfust stiginn upp úr kjallaranum getur verið erfiður, en ekki svo að þú komist ekki upp því þú veist að styrkur þinn er það sem hann þarf, Himmi mun einnig hjálpa til.

Sendi þér ætíð ljós og kærleik og hugsa um þig á hverjum degi.
Þín Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.11.2009 kl. 10:54

10 identicon

Já þess vegna varstu svona þreytt í gær,það er svo eðlilegt.Faðmlag til ykkar.Stráknum á eftir að ganga vel

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 11:40

11 Smámynd: Ragnheiður

Hjartans þakklæti, ég er svo viss um að allar góðar hugsanir skila sér.

Hrönn

Jóhanna ég verð að reyna það.

Anna mín þetta hljómar vel, ég hef einmitt hamrað á þessu við hann og nú bæti ég í og býð þeim út að borða þegar þessum hörmungum er lokið. Þetta er svo erfitt- hann er góður núna

Takk elsku Kidda, auðvitað gátu þeir valið betur en það var líka hægt að fella þetta brott eða breyta í skilorð...það hefði ekki sett nema gott fordæmi. Það er þá alltaf hægt að innkalla hann ef hann heldur ekki áfram að vera góður.

Milla mín, ég verð ekki hérna í kjallaranum. Það er ekki minn staður, ég er þegar lögð af stað með ljós í hendi. Knús og takk fyrir allt

Takk Birna mín, ég vona það  

Ragnheiður , 9.11.2009 kl. 13:24

12 identicon

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 15:56

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Ragga mín ætlaði að vera búin að skrifa hér inn.  En ég fór ofan í kjallarann með þér og sat þar í allan dag.  Gat ekki gert neitt, og fór bara heim og breiddi sængina upp fyrir haus.  Nú líður mér betur og ég skil þig svo vel.  Ég held að við höfum setið saman þarna niðri og það var myrkur, en við vorum þarna báðar, og það munaði því elskuleg mín.  Ég ætla að hafa drenginn þinn í mínum bænum og vona að hann standi sig og fái að vera þar sem hann er en ekki lokaður inni.  Það á ekki að loka svona krakka inni í fangelsi.  Það er synd og skömm sem er ekki hægt að þola öllu lengur.  Og við munum gera allt til að breyta því.  Knús á þig elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2009 kl. 19:53

14 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

...  Sorry að ég hef ekki orð til að sína sorg mína..    Bið góðan Guð um að halda verndarhehendi yfir ykkur Ragga mín.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 9.11.2009 kl. 20:23

15 Smámynd: Inga María

ertu hér inni núna....nota stigann....en er að hugsa um að hringja í þig kella mín...hugsaðu um þig...strákurinn er að gera sitt..höfum bara eitt líf...getum ekki verið að hugsa um baksýnisspegilinn..þetta líður hratt..

kv.

Inga María, 9.11.2009 kl. 23:36

16 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Knúss Ragga mín.

                  

Valdís Skúladóttir, 9.11.2009 kl. 23:49

17 Smámynd: Ragnheiður

Cesil mín, ég er sjaldnast ein á ferð í kjallaranum og nú göngum við þrepin saman, í ljósið.

Sigríður Ásdís og Vallý, takk fyrir komuna

Inga María, flott í mogganum í gær. Vonandi gengur allt vel hjá þér. Ég vona að strákurinn spjari sig, það er bara ekki í mínum höndum..það er hans. Ég var á vakt frameftir í gær og fór svo að sofa..ekki mikil síma kona reyndar. Knús í þitt kot

Ragnheiður , 10.11.2009 kl. 13:19

18 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

KNÚS elskuleg!   Vona að tíminn verði fljótur að líða, eða amk eins og hægt er. Hjalli er farinn að standa sig svo vel, vona að það verði áfram þannig og þetta gangi allt saman vel hjá honum! Það verður líka svo gott þegar þetta er búið og þá er þetta ekki lengur eitthvað sem er yfirvofandi heldur í fortíðinni og hann getur einbeitt sér að nútíðinni og framtíðinni. Sendi ást og frið yfir til ykkar....

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 10.11.2009 kl. 13:54

19 Smámynd: Ragnheiður

Já nákvæmlega Steinunn mín, ég verð svo fegin þegar þetta er að baki. Ég virðist afplána með honum af fullum þunga, alveg eins var með Himma. Tók þetta líka svona með honum, man enn hvernig mér leið þegar bætt var við Himma tíma í næst síðastu vist- svakalegt alveg..

Takk og knús,ást og friður til baka. Þú hjálpar nú helling með að bæta sífellt í gleðina með þínum fína árangri...flott að eiga svona stelpu :)

Ragnheiður , 10.11.2009 kl. 14:08

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við skulum ganga í takt upp stigann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.11.2009 kl. 20:55

21 Smámynd: lady

Elsku Ragga mín við virðumst vera að takast á við sama vandamál,,með börninn okkar ,, vona svo inileag að allt fari vel hjá syni þínum,,ég var aftur að skoða myndirnar af Himma þínum fallegur drengur ,ég á enn erfitt að horfa á kistur,,en ég kvíð mest fyrir jólunum,sonur minn látinn og Aldís  úti í fangelsi,, en jólin koma víst hvort sem maður líka rþað ekki eða líkar,,, bið fyrir þér svo og fjölsk elsku bloggvinkona

lady, 12.11.2009 kl. 19:10

22 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan daginn Ragga mín.  Þú kemst upp, taktu bara þinn tíma.  Sendi þér og þínum mínar bestu kveðjur og ljós.

Ía Jóhannsdóttir, 13.11.2009 kl. 10:32

23 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Knús elsku Ragga mín

Anna Margrét Bragadóttir, 14.11.2009 kl. 10:43

24 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Æi, elsku Ragga mín, ég hugsa til ykkar og sendi góða strauma

Sigrún Jónsdóttir, 15.11.2009 kl. 01:08

25 Smámynd: Ragnheiður

Eyddi deginum með honum í gær og ég er svo miklu jákvæðari- stelpur, ég held að þetta verði í besta lagi

Yndislegu vinkonur, takk fyrir fallegu orðin og hlýjuna

Ragnheiður , 15.11.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband