Búið að breyta á Mogganum

enda var það viðbúið með nýjum herrum. Núna blasa ekki bloggin við fréttirnar lengur við og það er breyting til batnaðar. Oft voru fyrirsagnirnar með þvílíkum endemum . Svo kom nýr Sunnudagsmoggi inn um lúguna í morgun- flottur bara !

Ég er enn ekki orðin hraust- þessi flensa er þrautseig. Ég er samt ekki alveg fárveik en vel lasin og drusluleg.

ég þarf að grafa upp frumvarpið sem Þór Saari var að drulla yfir í vikulokunum áðan. Hann hélt því fram að ætlun ráðherra hefði verið að lauma inn afskriftum kúlulána. Samkvæmt fréttum þá var kippt út á síðustu stundu einhverju skattadótaríi, þannig að afskriftirnar yrðu skattfrjálsar. Þetta ákvæði skaust inn í efnahags og skattanefnd og við sjáum hverning það kemur út. Mér finnst hinsvegar einsýnt að þegar um afskriftir lána er að ræða þá verða auðvitað afskrifuð lán í leiðinni sem okkur finnst ekki sanngjarnt að verði afskrifuð. Við hefðum kannski átt að skoða betur um hvað við vorum að biðja í sambandi við afskriftirnar ?  Ég minni á orð Geirs Haarde ; hvað á að gera við þá sem skulda ekkert í sínum eignum ? Ég bendi á að slíkir eru fáir.

Það er verið að skuldhreinsa fyrirtæki, síðast sá ég frétt um World Class. Staðan er einfaldlega orðin sú að ætli maður að sniðganga fyrirtæki sem hefur verið skuldhreinsað þá verður maður að verða sér úti um smábústofn, eina belju, nokkrar hænur og nokkrar rollur. Breyta fína garðpallinum í sláturhús á haustin og svona.

Lífið er ekki sanngjarnt og verður það aldrei. Við ráðum hinsvegar hvernig við tökum á málunum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Iss, þessir ríku sleppa, við hin borgum brúsann, gott hvað við erum ríkar af kærleik og innri gleði.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.10.2009 kl. 19:22

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég treysti Þór Saari til þess að vinna fyrir okkur fólkið, hann veit allavega ýmislegt verandi hagfræðingur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.10.2009 kl. 01:24

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Nei lífið er svo sannarlega ekki sanngjarnt elsku nafna mín.....það er vera Jón er ekki sama og að vera séra Jón......en annars knús á þig elsku hjartans ljúfan mín og áttu ljúfan og góðan sunnudag....:O)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.10.2009 kl. 06:10

4 Smámynd: Sigrún Óskars

það voru einhverjir þingmenn með svona lán sem á að afskrifa - vona bara að Þór Saari kíki betur yfir málið og tjái sig. Þeir ríku geta og meiga ekki alltaf sleppa og við almúginn borgum allt okkar.

Farðu nú vel með þig - þessi flensuskratti verður að fara láta í minni pokann!

knús yfir

en by the way - þú ert nú með hænsnakofa í garðinum - það voru hænur og hani þarna.

Sigrún Óskars, 25.10.2009 kl. 11:06

5 Smámynd: Ragnheiður

Jóna , ég treysti ekki Þór Saari.

Sigrún , ég veit að hér voru púddur en mér skildist á Hugborgu að henni hefði svo verið lagt fyrir að hafa þær lokaðar inni. Það var þegar allir voru hræddir um fuglaflensuna.

Ragnheiður , 25.10.2009 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband