Á morgun rennur hann upp

dagurinn sem hefur valdið vanlíðan lengi. Sumarið er ekki lengur minn tími. Sumarið er hjá mér tími söknuðar og sorgar. Það lagast kannski einhverntímann, ég skal ekki segja. Ég reyni að hafa sem minnstar væntingar, það er of sárt þegar væntingar manns rætast ekki.

Fyrir tæpum tveimur árum rann upp minn versti dagur, dagur sem engin móðir afber en lifir þó af. Dæmin sanna það. Það breytir engu þó að viðkomandi móðir hafi í raun aldrei valdið fyllilega verkefninu, höggið var gríðarþungt og sárt.

Í dag er ég komin óravegu frá þessum alverstu dögum.

Samt er ég ekki eins og áður. Gleðin er seinni á vettvang.

Í morgun stóð ég lengi við Himmaskáp, ég tala stundum við hann. Strákangann minn sem ekki réði við sínar aðstæður.

Ég býst við að hverfa af þessum bloggvettvangi fljótlega. Ég á aðra síðu sem ég mun þá nota komi andinn yfir mig skyndilega.

Kæru vinir, með ykkar aðstoð hef ég komist í gegnum mína myrkustu daga.  Þegar allt var bikað og hvergi týra þá kom agnarsmár geisli einhvers bloggvins og lýsti mér næsta skrefið.

Fyrir það verð ég ævinlega þakklát.

Hér til hliðar eru linkar á bæði minningarsíðu um hann Himma minn og svo á kertasíðuna hans sem góðir vinir hafa endalaust hjálpað við að halda gangandi, ekki hefur móðirin verið svo dugleg við það !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Erfiður tími hjá þér núna Ragga mín.

Hrönn Sigurðardóttir, 18.8.2009 kl. 18:54

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ó já, enn er kominn 19.ágúst, ótrúlegt hvað tíminn líður. Ég sendi hlýjar hugsarnir til ykkar beggja.  Guð blessi Himma þinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2009 kl. 18:55

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Helga Magnúsdóttir, 18.8.2009 kl. 20:21

4 Smámynd: Erna

 Sendi þér hlýjan hug.

Erna, 18.8.2009 kl. 21:24

5 Smámynd: Sigrún Óskars

hugsa til þín duglega kona  

Sigrún Óskars, 18.8.2009 kl. 21:27

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég verð með þér og fjölskyldunni í huganum á morgun, ljúfust.

Anna Einarsdóttir, 18.8.2009 kl. 21:59

7 Smámynd: Tiger

 ~Knús og faðmlag~

Hugsa til þín/ykkar á hverjum degi Ragnheiður mín, það mun ég gera á morgun líka!

Kveðja.. Tiger.

Tiger, 18.8.2009 kl. 23:04

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.8.2009 kl. 23:06

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús á ykkur kæra Ragga

Sigrún Jónsdóttir, 19.8.2009 kl. 00:11

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.8.2009 kl. 00:36

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Sendi tér mínar ljúfustu hugsanir og sterkustu strauma.Ég ætla líka ad kveikja á kerti fyrir tig elsku vina.

Gudrún Hauksdótttir, 19.8.2009 kl. 08:14

12 identicon

Æi já ég er búin að vera með hugann  hjá þér síðustu daga.Þetta eru svo þung spor að vera í.Maður verður aldrei samur.Allt er svo mikið breitt.Við hjónin vorum hjá okkar strák í gærkvöldi og komum við hjá þínum strák.Fínt ljósið hans,minn er líka komin með ljós enda farið að dimma.Ég er líka á síðustu metrunum á moggabloggi,nenni þessu ekki lengur.Faðma þig á morgun

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 09:42

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Faðmlag til þín sterka kona

Ía Jóhannsdóttir, 19.8.2009 kl. 10:12

14 Smámynd: Rut Rúnarsdóttir

Rut Rúnarsdóttir, 19.8.2009 kl. 10:13

15 identicon

Ragga mín mig langar að skrifa örfáar línur til þín á þessum degi er hugur minn alltaf hjá þér því þetta er líka dagur sem ég á.Sárin gróa aldrei en sviðinn minnkar.Guð gefi þér Ragga mín þann frið í sálina sem þú bætir líðan þína um ókomna tíð.Þið eigið alla mína samúð.Kær kveðja

Helga (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 10:34

16 identicon

Verð með þér í dag elsku vinkona.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 10:56

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er hjá þér í huganum.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2009 kl. 12:38

18 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 19.8.2009 kl. 13:02

19 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Margrét Birna Auðunsdóttir, 19.8.2009 kl. 16:03

20 Smámynd: Tiger

Knús og faðmlag!

Tiger, 19.8.2009 kl. 17:43

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stórt og hjartanlegt knús til þín Ragga mín, hann Tiger hefur sagt allt sem maður mundi vilja segja og það svo vel eins og hans er vani.
Tiger minn þú talar fyrir mig líka.
Ragga mín ég hugsa ætíð til þín og þinna

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.8.2009 kl. 19:29

22 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús og faðmlag til þín elsku Ragga mín

Guðrún unnur þórsdóttir, 19.8.2009 kl. 22:12

23 identicon

Elsku Ragga mig skortir orð það er svo erfitt að finna réttu orðin en þú veist að hugur minn er hjá þér og það mun ekki breytast.

egvania (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 22:42

24 Smámynd: Einar Indriðason

*LOPAPEYSUKNÚS* Ragga mín!

Einar Indriðason, 20.8.2009 kl. 08:54

25 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.8.2009 kl. 12:22

26 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Langt síðan ég hef kíkt hér inn vina. Enn Guð hvað ég skil þig.....en hvar verður þú með síðu ef þú hættir hér?? Knús á þig

Erna Friðriksdóttir, 22.8.2009 kl. 12:28

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Ragga mín takk fyrir all það sem þú hefur gefið mér og svo mörgum öðrum.  Drengurinn þinn dó svo sannarlega ekki til einskis, því það sem þú hefur gert, hefur hjálpað mörgum, jafnvel þó þeir séu ekki í sömu sporum og þú, en deila samt óttanum og óvissunni með þér elskuleg mín.  Vonandi hverfur þú ekki alveg héðan. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.8.2009 kl. 22:02

28 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ragga mín

Við verðum aldrei eins á ný eftir að hafa misst ástvin en sviðinn minnkar eins og Helga skrifar hér ofar. Ég veit það af eigin reynslu.  Ég sakna mömmu minnar ennþá þó svo að það séu 41 ár síðan hún dó. Oft hugsa ég út í af hverju var mamma mín tekin frá mér þegar ég var á tíunda ári en ég fæ engin svör fyrr en ég kem sjálf fram fyrir hásæti Guðs almáttugs.

Megi almáttugur Guð gefa þér styrk, kraft og huggun.

Guð blessi þig og þína.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.8.2009 kl. 00:19

29 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 29.8.2009 kl. 02:39

30 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.9.2009 kl. 09:18

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús enn og aftur og takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2009 kl. 10:53

32 Smámynd: Inga María

hringdu næst þegar átt þú  leið í garðinn.....bý þar við hliðina....

kv. Inga María

8984859

Inga María, 15.9.2009 kl. 21:31

33 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 19.9.2009 kl. 12:06

34 identicon

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband