gæludýrapistill

Oft fer fólk ekki nógu vel með dýrin sín, sjaldgæft er þó að sjá aðra eins dýraníðinga og sýndir eru í bandarískum þáttum sem eru á Animal Planet.

Stundum sit ég orðin fokreið yfir ástandi dýranna, með tár í augum.

En ég ætlaði að sýna ykkur þetta og segja ykkur frá minni reynslu af því að taka á heimilið fullorðinn kött. Ég fékk Rómeó í gegnum auglýsingu á Barnalandi. Hann er 3ja ára. Hann er ofsalega góður köttur, alveg húshreinn og svoleiðis. Stelst stundum í að brýna annarsstaðar en má en þá bara skamma ég hann. Hann er ofsalega mikill karakter, vill ekki láta halda á sér en vill vera hjá manni og malar þá svikalaust. Honum og Kela kemur ágætlega saman.

Ég hefði ekki trúað hversu gott er að taka að sér fullorðinn kött. Ég mæli með því.

Svo mæli ég með að fólk láti vana dýrin sín, það er allt of mikið af kettlingum og hvolpum í húsnæðishraki. Ég ætla að taka einn kettling hjá Hjalla mínum, hann mun eiga nógu erfitt með að koma hinum út. Minn kisi heitir Tumi og er ofsalega fallegur, flekkóttur og með smá bröndur í flekkjunum, hann er líka mikið hvítur.

Ef þið viljið flottar kisur þá er nóg til af þeim, bæði á linknum sem ég kom með og svo verða Hjalla kisur ferðafærar bráðum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Rómeó er algjör sjarmör, hann heilsar stundum uppá mig ef ég er úti, flottur og góður köttur.

Sigrún Óskars, 28.7.2009 kl. 21:05

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hrofi líka stundum á þessa þætti og græt oft, það sem lagt er á sum dýr.  Ég sakna þess að eiga ekki kött, vonandi kemur að því aftur.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.7.2009 kl. 21:23

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.7.2009 kl. 21:23

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er með dulítlu monti sem ég segi frá því að á morgun verð ég stoltur kattareigandi ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 28.7.2009 kl. 23:05

5 Smámynd: Sifjan

Ég átti líka einu sinni kött sem hét Tumi.. seinna eignaðist ég hund sem fékk líka nafnið Tumi.  Nokkrum árum seinna eignaðist ég son.. hann heitir Tumi  :=)

Held að það sé óhætt að segja að ég sé hrifin af nafninu Tumi !!!!

 Til hamingju með Tumann þinn .. 

Sifjan, 28.7.2009 kl. 23:13

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mínar læður breima ekki önnur var tekin úr sambandi ung, hin er á pillunni.  Fressið mitt er ennþá ógelt, en það stendur til bóta fljótlega.  Kisur eru ótrúlega gefandi gæludýr, hundarnir eru meira krefjandi.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.7.2009 kl. 00:15

7 identicon

Ég er hundakona.Það eru mjög fáir kettir sem heilla mig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 00:31

8 Smámynd: Sifjan

Annars er ég nýorðin stoltur hundaeigandi... hef ekki átt hund í mörg ár.  Fékk mer yndislegan Flat coated Retriver hvolp, hann heitir reyndar ekki Tumi eins og sonurinn heldur Svali...

Sifjan, 29.7.2009 kl. 00:36

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég hef alltaf átt hund og núna erum við að passa Neró fyrir tvíburana mína, hann er yndislegur.
Mundi kannski fá mér kisu í ellinni, hvenær sem það verður nú.
Er sammála um að maður á að láta gelda dýrin sín það er engin fengur í því að fylla svo allt af dýrum að engin ræður neitt við neitt.
Man bara er tvibbarnir voru á hamstra-tímabilinu, ekki auðvelt að koma öllum út þá.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.7.2009 kl. 13:36

10 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

Mér er ekki vel við ketti af tæknilegum ástæðum, og af sömu tæknilegu ástæðum verð ég að forðast að heimsækja staði þar sem kettir búa :(

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 29.7.2009 kl. 14:56

11 identicon

Skil ekki hvernig ég fór að hérna áður fyrr áður en Tína (hundur) kom á heimilið. Var og er með kött líka og gæti ekki verið án þeirra.

En það er mikil ábyrgð fólgin í því að taka að sér gæludýr, þoli ekki fólk sem lætur svæfa kettina sína á sumrin svo að fólkið komist í sumarfrí.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 16:21

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég elska dýr og get ekki sé þætti sem er farið illa með dýr.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.7.2009 kl. 18:32

13 identicon

Ég er nýbúinn að fá mér sætan kisuling.. svaka skemmtilegur... svo á ég risa fiskabúr líka...

Hey þið þekkið mig og mína andtrúarbaráttu... samkvæmt biblíu þá eru dýr ekki með sál.. og við settir til að drottna yfir þeim... þau litlu greyin sem voru rekin úr paradís fyrir eitthvað sem þau voru alsaklaus af....
Ég þekki fullt af dýrum sem eru með miklu meiri sál en margir menn sem ég þekki.
Praise the animals.. og við erum dýr líka :)

DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 18:44

14 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég elska dýr og er sérstaklega hrifin af köttum en get ekki fengið mér kött vegna ofnæmis á heimilinu því miður

Varðandi það sem DoctorE sagði, þá heyrði ég einn góðan varðandi ofurtrúaða og dýr...........það væri bara gott að ofurtrúaðir tryðu því ekki að dýr lifðu áfram eftir dauðann, þá væri engin hætta á því heldur að þau færu til helvítis eins og við manneskjurnar gerðum margar hverjar sem ekki væru á sama plani og ofurtrúaðir

En bestu kveðjur til þín Ragnheiður

Margrét St Hafsteinsdóttir, 29.7.2009 kl. 20:14

15 Smámynd: Ragnheiður

ég er sjálf með ofnæmi en ekki slæmt..frjókornaofnæmi er miklu meira að kvelja mig ..

Takk fyrir innlegg öll

Sérstaklega DoktorE, brottkastaður í ystu myrkur  en vonandi bara í bili !

Ragnheiður , 29.7.2009 kl. 20:22

16 identicon

Hér er skemmtilegt lag um akkúrat það að dýr hafa ekki sál og deyja bara... en við, verstu dýrin á jörðinni fáum eilíft líf í lúxus... næs
http://www.youtube.com/watch?v=e9bMi4s_yOE

DoctorE (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 20:27

17 identicon

Miðað við það sem ég þekki af mínum ömmubörnum (Tína og LJóni) þá hafa þau bæði sennilega meira vit í kollinum en margir þeirra sem eiga að vera að hugsa um okkar hag og sitja í ráðherrastólum og á þingi. Mín hafa sál og enginn skal reyna að telja mér trú um annað

knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband