sumir eiga við erfiðleika að stríða

og lenda í vandamálum eins og þessi unga stúlka. Fólk leggur hvert annað undir, vegur og metur...líki því ekki við viðkomandi þá er reynt að klekkja á þeim aðila. Fátt hefur jafnleiðinleg áhrif á veröldina en öfund.

Ég hefði hins vegar aldrei lent í hennar aðstöðu að vera fordæmd vegna fegurðar...haha. Fyrr hefði sko snjóað í helvíti.

En ég hef auðvitað verið fordæmd fyrir allt mögulegt annað. Ég sá aðra fyrirsögn áðan sem vakti athygli mína og sá "óvart" brot að bloggi konu um þetta mál. Fyrirsögnin var "sekta foreldra fyrir drykku unglinga" (eitthvað í þessa veru, man ekki nákvæmlega og nenni ekki að leita þetta uppi) en mér varð hugsað til þess að ég hefði líklega verið orðin svakalega blönk þá þegar sumir voru upp á sitt versta. Blogg konunnar sem ég vitna í er enn ein hörmungar dómhörkufærslan en það er kannski skiljanlegt í hennar tilviki.

Lífsreynsla er vont / gott dæmi. Maður lærir helling af henni en mikið ferlega er það sárt á meðan á því stendur....!

Takk vinkonur mínar hér að neðan. Ég hef ætlað mér að koma með blogg um vináttuna og geri það bara hérmeð.

Here goes

Í gærkvöldi þegar ég þrammaði um í kirkjugarði þá rakst ég á leiði míns gamla skólastjóra, Þráins Guðmundssonar í Laugalækjarskóla. Hann var í miklum metum hjá mér og best er að segja frá upphafi hvernig á því stóð.

Ég er afar tortryggin á fólk og eignast yfirleitt ekki vini. Þegar ég var unglingur þá flutti besta vinkona mín burt, systir var líka flutt að heiman og ég var ein heima með ma og pa. Á þeim aldri talar maður nú ekki alveg um hvað sem er við foreldrana. Ég varð ósköp niðurdregin, leiðinleg og uppivöðslusöm. Einkunnir hríðlækkuðu og mér leið áberandi illa. Oft hitti ég Þráinn á ganginum, hann horfði íhugull á mig og bankaði með vísifingri á efri vörina á sér. Eftir nokkur slík skipti þá gaf hann sig á tal við mig og sendi mig beina leið til skólasálfræðings...ég hafði gott af því en enn betra hafði ég af því að finna að einhverjum var ekki sama um mig og mína velferð.

Enn er ég samt svona...líst oftast ekkert á að hleypa fólki of nærri mér. Ég veit ekki hvort ég á að óska þess að það lagist eða hvað.

Sumir vorkenna mér að vera svona, ég veit ekki hvort þess er nokkur þörf svosem.

Njótið sólarinnar kæru vinir í tölvufjarlægðinni.

Stelpur (utanbæjarkonur) þið verðið að kíkja þegar þið eruð í borginni...ég skal reyna að kíkja á ykkur ef ég fer í þær tvær áttir sem um ræðir hehehehe


mbl.is Var hún of falleg fyrir fangelsið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Þráinn var líka minn skólastjóri, hann er ógleymanlegur, var góður kall.

Sigrún Óskars, 18.7.2009 kl. 14:17

2 identicon

Ragga mín ég hef verið hér viðloðandi í rúmt ár en náði ekki árinu hér áður en lokað var á mig.

Ég barðist á móti þegar verið var að ásaka þig fyrir að þú værir að láta vorkenna þér vegna hans Himma þíns það kom frá Danaveldi frá manneskju sem býr svo sannarlega í glerhúsi og ætti að vara sig á steinunum.

Ragga ég missti einn af mínum strákum og það vissi þessi fróma kona frá Velje ( man ekki hvernig það er skrifað.) ég vissi að ég átti líka þetta skot.

Sumir eru svo grimmir af ótta við að upp komist um öll óhæfuverk þeirra. Ragga mín við höfum ekki framið sálarmorð á okkar börnum og getum litið hátt.

Kærleiks kveðja þín vinkona Ásgerður.

Ásgerður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 14:29

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk fyrir heimboð.  Hlakka til að fá ykkur í kaffi þegar þið farið á Blönduós.   Enn betra væri þó ef þið ættuð leið hjá í kvöldmatartímanum.  Þá vildi ég fá að vita af því daginn áður og bjóða ykkur í mat.

Anna Einarsdóttir, 18.7.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur:O)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.7.2009 kl. 23:00

5 identicon

Mikið væri ég blönk ef ég ætti að borga fyrir "syndir"barnanna minna eða annarra ættingja.Hef eiginlega nóg með sjálfa mig.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband