Venjulega

hefur slökkviliðið haft vinninginn í öllum viðhorfskönnunum sem það fyrirtæki/stofnun sem fólki er hlýjast til, eðlilega. Þessi árás á þá nágranna mína í Skógarhlíð veldur mér heilabrotum.

Getur mönnum verið illa við slökkviliðið af annarri ástæðu en að hafa verið mögulega rekinn þaðan ?

Baráttukveðja frá nr. 18

 

Ahh..las upphafsfrétt um málið á Vísi- maðurinn var ekki beinlínis að ráðast gegn slökkviliði heldur fjarskiptamiðstöð lögreglu sem er auðvitað í sama húsinu, sjá hér


mbl.is Bíður yfirheyrslu hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú síst gáfulegra að ætla að ráðast á fjarskiptamiðstöðina en slökkviliðið... á bíl.

Mestu finnst mér þó skipta að maðurinn sé ekki lengur á götunni, enda var hann ekki langt frá því að valda öðrum vegfarendum varanlegu tjóni.

Vonandi sest hann ekki undir stýri aftur fyrr en búið er að koma vitinu fyrir hann.

Elín (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 09:24

2 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Það kom fram í fréttum í gær að fangelsin eru yfirfull. Forgangsraðað er í klefa eftir alvarleika brota. Tvímennt er í sumum klefum.

Ég myndi setja það í forgang að koma þessum manni inn. Hann olli saklausum vegfarendum stórhættu með háttalagi sínu og ofsa-akstri um bæinn. Það er mjög alvarlegt.

Baldur Sigurðarson, 22.6.2009 kl. 09:48

3 identicon

Það verður fróðlegt að heyra hans hlið á málinu, en það er fátt eða ekkert sem afsakar að leggja aðra í lífshættu. Hann verður látinn laus eftir yfirheyrslur.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 10:33

4 Smámynd: Sigrún Óskars

sorglegt mál - en það er ekkert sem réttlætir svona hegðun; eyðileggingu og að skapa hættu eins og hann gerði. Hann segist eiga eitthvað óuppgert við lögregluna skv. frétt á visi.is

knús yfir

Sigrún Óskars, 22.6.2009 kl. 15:03

5 identicon

Svo sorglegt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 15:19

6 identicon

Setja bara stálkojur í alla fangaklefa eins og í BNA. Nýta plássið betur.

Arngrímur (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 18:20

7 Smámynd: Ragnheiður

Það er búið að vista hann á viðeigandi stofnun, sem er þá geðdeild eða Sogn. Það þarf þá ekki að spá meir í það.

Ragnheiður , 22.6.2009 kl. 18:24

8 identicon

Ég var í lögfræði og tók refsirétt I og II í HÍ. "Grunaður" er einmitt rétt lögfræðileg notkun á orðinu. Menn eru alltaf "grunaðir" þar til að þeir eru sakfelldir af dómstólum. Ég er reyndar alveg sammála að í svona augljósum tilvikum kann orðanotkunin að sýnast asnaleg og í mótsögn við almenna málnotkun. En svona er þetta víst. :)

PS: Ég var að telja upp lagaákvæðin sem þessi maður hefur brotið og hér er listinn so far!

1) Auglóslega 1. mgr. 106. gr., 168. og 4. mgr. 220 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

2)  Af fréttum að dæma, 45. gr. og 45. gr. a. og 107. gr. a. umferðarlaga nr. 50/1987.

Er eitthvað sem ég er að gleyma? :)

Arngrímur (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 23:02

9 Smámynd: Ragnheiður

Arngrímur, það gefur auga leið með notkun orðsins...

ég veit ekki hvort þú hefur gleymt neinu í lagagreinunum, gætir platað mig daglega hehe

Ragnheiður , 22.6.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband