Svaf svolítið með öðru auganu

í sófanum með Rómeó kattarrassi. Hann malar og brakar fyrir mig og steinsefur hjá mér, alsæll.

Alda er komin á ansi sterk verkjalyf. Hún sofnar í miðju samtali og hrekkur svo upp og kallar jafnvel á einhvern sem ekki er staddur hjá henni. Ég held að þetta séu lyfin. Kviðurinn er orðinn mikið framsettur eins og við 6 mánaða meðgöngu. Hún er með mikinn bjúg. Hún er með poka festa við báða fætur, þvagpoka, og stundum er mikið blóð segir hún en svo er þetta allt í lagi stundum. Hún veit ekki hvað hún á að vera lengi hérna fyrir sunnan. Það er verið að brasa í að reyna að verkjastilla hana betur. Hjúkkurnar stinga stöðugt inn nefinu að gá hvort ekki sé allt í lagi.

Ástæða þess að ég er að skrifa þetta hér er sú að ég er að reyna að hafa þetta einhversstaðar svo ég muni það.

Þessar upplýsingar mega alls ekki fara á neitt flandur. En ég er með svo gott fólk hérna inn á að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því.

31 mars 2007 sat ég hjá móðursystur minni á líknardeildinni í Kópavogi og beið þess að krabbinn sigraði hana. Ég sat hjá henni við sama rúm og mamma hafði látist í, sama stofan sama umhverfið. Mamma lést 30 nóvember 2002 úr krabba. Nú eru alveg að smella í 2 ár síðan Gréta mín dó.

Síðan dó Himmi.

Ég verð svakalega þreytt á þessu stundum og vildi svo glöð skipta við Öldu. Ég meina það, Alda á 3 litlar stelpur og þetta er ekki eðlilegt!!

Takk fyrir peppið elskurnar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Peppið er það alminnsta sem maður getur gert.  Stundum er maður svo lítill og vanmáttugur.

Risaknús. 

Anna Einarsdóttir, 20.3.2009 kl. 19:09

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...og meira knús

Hrönn Sigurðardóttir, 20.3.2009 kl. 19:42

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Elsku Ragga mín

Sigrún Jónsdóttir, 20.3.2009 kl. 20:04

4 Smámynd: Auður Proppé

Knús á þig elskan mín

Auður Proppé, 20.3.2009 kl. 20:17

5 identicon

Get ekkert sagt annað en í huga mínum tek ég þig í fangið og faðma þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 21:07

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús á þig elskan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2009 kl. 21:18

7 identicon

Stórt, styrkjandi og kærleiksríkt faðmlag til þín, Ragga mín.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 21:37

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 ... knús og krams

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.3.2009 kl. 21:57

9 Smámynd: Marta smarta

Stórt knús Ragga mín, hugsa til þeirra og ykkar.

Marta smarta, 20.3.2009 kl. 22:54

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

En sorglegt að lesa hversu veik hún Alda er.  Stórt knús Ragga mín.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.3.2009 kl. 23:18

11 Smámynd: Sigrún Óskars

Stórt knús til þín

Sigrún Óskars, 20.3.2009 kl. 23:38

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Stórt knús

Ía Jóhannsdóttir, 21.3.2009 kl. 09:10

13 Smámynd: Einar Indriðason

*Lopapeysuknús* bæði á þig og Öldu!

Einar Indriðason, 21.3.2009 kl. 10:46

14 Smámynd: Brynja skordal

Stórt knús Ragga mín

Brynja skordal, 21.3.2009 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband