sjaldnast er alveg friður fyrir lífinu

frekar en stjórnmálamenn fá frið fyrir fólkinu.

Ég er heima, kramparnir gera það af verkum að ég þarf helst að sitja í vaskafati. Það er ekkert annað sem tekur við svona gusum. En vegna þess að ég á besta framkvæmdastjóra í heimi þá skaust ég inn til hans og útskýrði blöðrur fyrir honum og fékk sjúkraleyfi til mánudags. Það var nú ekki vandamálið, ég veit nú ekki hvað hann skildi í þessum blöðrum en hann leit á mig og sagði ; Ragga mín, ég sé alveg að þér líður ekkert vel.

Núna fyrst síðan er lokuð þá skrifa ég kannski frjálslegar um fleira en blöðrurnar...

Alda mín er í innlögn núna, það er verið að verkjastilla hana betur. Það er stutt síðan hún var hér í svoleiðis erindagjörðum síðast. Meinið sem átti sitt upphaf í blöðrunni er aftur komið í eitla í baki og brjóstholi , nýlega sáust svo meinvörp í lifur. Hún er með blett í hryggjarlið líka. Hún er komin í lyfjameðferð aftur, tók hlé meðan þeir geisluðu stóra æxlið í blöðrunni . Hún er ofsalega dugleg og hugrökk.

Birna er búin að birta myndir af litla drengnum, barnabarni þeirra í Breiðuvík. Hann er ofsalega fallegur snáði en enn er ekki komið í ljós hvað er að hrjá hann.

Við fórum og létum skuldbreyta eða hvað það nú heitir einu láninu og það var lengt út 25 árum í 40 ár. Það kannski lagar aðeins greiðslubyrðina og aðstoðar okkur áfram veginn. Það munar heldur betur um 400.000 kallinn sem Steinar fékk þarna uppfrá sko ! Skil nú ekki alveg hvernig mér eða okkur hefur tekist að halda sjó svosem en ég hef tæmt alla varasjóði og nú urðum við að gera eitthvað. Svo getur verið að Steinar fari að vinna í sumar eitthvað sem gefur meiri pening og setji Grámann í Garðshorni í útgerð á meðan.

Meira seinna, Alda er farin að bíða eftir mér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég veit um eina sem þjáðist af blöðrum og hún fór í aðgerð þar sem annar eggjastokkurinn var fjarlægður.  Hún var mjög fljót að jafna sig og ég held hún hafi ekki fundið fyrir þessu síðan. 

Ég vona svo heitt að Alda nái sér.   

Anna Einarsdóttir, 19.3.2009 kl. 16:00

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 19.3.2009 kl. 16:15

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 19.3.2009 kl. 16:35

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gaman að lesa þig eftir að þú læstir blogginu.

Stórskemmtileg kona.

Batakveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2009 kl. 17:36

5 identicon

Sammála Jenný,þú ert skemmtileg og yndisleg.Þú veist hvar mig er að finna ef heilsan er eitthvað skárri um helgina

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 17:51

6 identicon

Bara að kvitta.

Farðu vel með þig ...

Knús Inda

Inda (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 18:41

7 identicon

Lokaða bloggið mitt hefur hjálpað mér gífurlega mikið frá því að ég byrjaði að blogga. Það er dagbókin mín,

Vonandi tekst læknunum að stilla Ölduna rétt svo að það virki eins og á að virka.

Hvernig ertu annars í skrokknum eftir áreksturinn? 

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 19:22

8 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 19.3.2009 kl. 19:57

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 19.3.2009 kl. 20:33

10 Smámynd: Ragnheiður

Kidda, ég er enn slæm í hálsinum og þarf að fá beiðni um sjúkraþjálfun

Ragnheiður , 19.3.2009 kl. 20:45

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.3.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband