Hundameðal

það er ekkert í fréttum nema þá það að Lappi fékk nýjan lyfseðil í dag. Hann tekur lyf vegna óvirks skjaldkirtils.

Síðast fékk hann 100 töflur og þær kostuðu rétt rúmlega 1000 kall. Ok ekkert óyfirstíganlegt að eiga hvutta sem þarf alla æfi að vera á lyfjum.

Í dag sótti ég sömu lyf , fékk helmingi meira magn og borgaði rúmar 4000 krónur fyrir 200 töflur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta er skrítin pólitík að hækka lyfið um 100%  vegna stærri skammts af lyfinu.  Það virkar yfirleitt öfugt hjá okkur mannfólkinu, stærri skammtar lægra verð.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.2.2009 kl. 00:51

2 Smámynd: Auður Proppé

Já, við hjónum vorum einmitt að tala um hvað dýralæknar hafa hækkað í verði, höfum að vísu ekki þurft lyf.  Ætli sé verið að hækka allt fyrir gæludýrin á laum, þetta er rosaleg verðaukning á lyfjunum hans Lappa

Auður Proppé, 26.2.2009 kl. 08:08

3 identicon

Öll lyf hækkuðu í verði um daginn, ódýrari lyfin hækkuðu meira en þau dýrari alla veg hjá mannfólkinu. Sum lyf sem dýrin taka, notar mannfólkið líka.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 10:08

4 Smámynd: Tína

Sagðir þú ekki bara "já, nei takk elskan. Held ég fái frekar 2 x 100 töflur takk" um leið og þú brostir fallega?

Annars vissi ég ekki að það væri eitthvað að Snata mínum. Hann er alltaf svo rólegur að sjá. Svona getur maður nú verið þröngsýn.

Knús á þig krútta

Tína, 26.2.2009 kl. 16:08

5 Smámynd: Tína

Döhhhhhhhh sló saman bloggum!!! Svona er þetta þegar langt líður milli bloggrúnta. Hélt ég væri að skrifa hjá Hrönnslu og að þú værir næst.

Anyhow............... fyrsti og þriðji liður standa en ekki sá síðari 

Tína, 26.2.2009 kl. 16:09

6 Smámynd: Sigrún Óskars

skrítin verðlagning - vana bara að þau hækki ekki meira

kveðjur og knús

Sigrún Óskars, 26.2.2009 kl. 19:05

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er undarlegt verðlagt. En ég veit að þú horfir ekki í aurinn þegar hann Lappi þinn er annars vegar.

Helga Magnúsdóttir, 26.2.2009 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband