Lokaði tölvunni í gær

og lét mér nægja að horfa á endalausar fréttir í sjónvarpinu. Ég gat prjónað á meðan, var með á prjónunum ljósmórauða peysu, afar spes peysu.

Rómeó er búinn að ákveða að eiga heima hérna, hann fékk að skreppa út í gær og kom inn aftur. Hann og Keli gerðust afbrotadýr áðan, Rómeó kemst auðvitað út úr garðinum og eitthvað hefur það farið í Kelmund. Hann stökk á eftir kisa og sat svo eins og auli fyrir framan hús (mér hugkvæmdist ekki að gá þar). Nágrannakona kom og bankaði fyrir hans hátign sem lúpaðist inn eins og sjálfstæðismaður útlits...skott milli lappa og svoleiðis.

Mikið álag var á veginn hér út á Álftanes í gær og mikið að gera hjá Bessastaðabóndanum. Samt hefur hann greinilega haft tíma til að líta yfir blogg og fréttir, eitthvað fór í hann gagnrýni á að hann skildi setja fram ákveðnar hugmyndir fyrir stjórn að hafa í huga. Mér annst það fínt, það er annaðhvort að láta þetta embætti hafa eitthvað hlutverk annað en skraut eða leggja það hreinlega niður. Ég sé og hef séð að síðan allt fór til helvítis að Bessastaðabóndinn er mikið heima, ríkisflaggið hefur amk ekki myglað í vetur, alltaf á stönginni bara.

Ég er mikill aðdáandi Jóhönnu Sigurðardóttur. Nú er hennar tími kominn. Það verður líka spennandi að sjá hvernig VG gengur í ríkisstjórn...hrædd er ég samt um að það verði þeim til tjóns að taka við á svona erfiðum tímum. En ekki svartagallsraus...upp með hökuna og kjarkinn. Við getum klórað okkur fram úr þessu en við getum ekki gert það nema stjórnvöld komi okkur almenningi til hjálpar.

Mig dreymdi loksins Himma eða sko um Himma, sá hann ekkert. Þetta var náttlega algjör steypa eins og oftast þegar mig er að dreyma eitthvað.

Þetta var þannig að hann hafði ekkert dáið 19 ágúst 07..hann hafði notað þessa ósmekklegu aðferð til að komast úr fangelsinu..og hafði falið sig í Grindavík.

En svo lenti hann í bílslysi og dó.

hvað er eiginlega að heilabúinu í manni að smíða svona draumarugl ?! hefði ekki verið nær að fá að dreyma hann glaðan og fallegan svo mér tækist að vakna einn morgun með brosi á vör ? Nei það hefur auðvitað verið til of mikils ætlast...

Shit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ahhh.... það hefur ekki verið gott að vakna elsku kellingin

Þingmenn og ráðherrar sitja líka miklu meira heima síðan "efnahagsþrengingarnar gengu yfir" Maður veltir því fyrir sér hvort allar þessar ferðir fyrir kreppu hafi verið nauðsynlegar?

Hrönn Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 13:06

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 27.1.2009 kl. 13:36

3 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Jóhann Sigurðar er líka í uppáhaldi hjá mér,og ég vil svo hafa hana áfram,þess vegna mundi ég vilja geta kosið fólk en ekki flokk

Anna Margrét Bragadóttir, 27.1.2009 kl. 13:53

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Draumar geta verið alveg ga ga kveðja frá Selfossi

Ásdís Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 15:19

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ljúfar og góðar kveðjur......

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.1.2009 kl. 15:52

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svona draumar eru úrvinnsla.  Bara gott mál.

Taktu þeim fagnandi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 17:13

7 identicon

Sammála Jenný með drauminn.

Það getur tekið á þau sem segja voff hvað þau sem segja mjá mega fara soldið meira en þau. Mín er ekki alltaf sátt þegar þau tvö eru að labba yfir götuna og það er kallað í hana en Ljónið fær að fara það sem hann vill. Stundum er horft lengi á eftir honum

Jóhanna er sú eina sem ég er sátt við í komandi stjórn. Hennar tími er kominn.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 18:10

8 Smámynd: Sigrún Óskars

Sammála með Jóhönnu - ég hef fulla trú á henni.

Sigrún Óskars, 28.1.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband