Hérna megin

ennþá en það er eiginlega bara tæknilega.

Búin að vera voða leið yfir þessu öllu saman og kvíðir mikið fyrir framhaldinu, ég held að ég sé lögst í smásjálfsvorkunn. Þar vil ég ekki vera. Er að finna mér leið upp úr því.

Það virðist vera sífellt að koma betur fram að fullt af fólki vissi hvað var í vændum en þagði. Steinþagði.

Ég vil losna við eftirtalda:

  1. ríkisstjórnina (en ekki fyrr en ró er komin á, nenni ekki meiri æsing í bili)
  2. seðlabankastjórn og bankaráð hans
  3. Alla í Fjármálaeftirlitinu
  4. Alla yfirstjórn allra bankanna og þar á meðal alla "nýju" bankastjóranna sem voru hvorteð er innanbúðar áður.

5.Alla þingmenn Framsóknar,Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vegna aðildar.

6. Alla forsvarsmenn lífeyrissjóðanna fyrir fjárhættuspil (tillaga frá Hrönn)

Pirruð á ástandinu ? Nei afhverju heldurðu það?

  1. Þetta fer samt talsvert fyrir ofan garð og neðan, enda hef ég mun verri krísu um að hugsa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....og ef ég má lengja listann af fólki sem þarf að losna við. Stjórnarmenn lífeyrissjóða - hvernig dettur þeim í hug að vera að gambla með mitt fé? Ég hef ekkert um það að segja hvort ég borgi í lífeyrissjóð en fjandakornið að ég vilji vera í áhættufjárfestingum með þann pening!!

Ennfremur vil ég nefna að mér þykir ósköp vænt um þig

Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 13:59

2 Smámynd: Ragnheiður

Sömuleiðis Hrönn mín, sömuleiðis.

Tek undir með þér og svo gleymdi ég hverjum einum og einasta útrásarvíking ! Ji minn eini...

Ragnheiður , 28.10.2008 kl. 14:04

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér þykir líka vænt um þig og Hrönnsluna reyndar líka sem er auðvitað stórkostlega merkilegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 14:18

4 identicon

 Ég mundi líka vilja sjá ýmsar breytingar á ýmsu þarna í ráðum og stjórnum og hvað þetta heitir allt saman

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:54

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur:)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.10.2008 kl. 16:01

6 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Sammál, það má sko losna við ansi marga, segja þeim upp hið fyrsta, það má líka byrja á að Ríkisstjórn fari sjálf að spara með ýmsum hætti...  Þvílíkt bruðl hingað og þangað...........Og það má lækka launin við marga.  Held að það þurfi einhver sem ekki hefur haft og mikið fé milli handana að taka aðeins til, sú manneskja veit hvar er hægt að spara.  Knús til þín

Erna Friðriksdóttir, 28.10.2008 kl. 16:19

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég gæti alveg bætt fullt við þennan lista.....en það er ágætt að byrja einhverstaðar.

Knús á þig og þína Ragga mín

Sigrún Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 16:43

8 Smámynd: Einar Indriðason

Hér geysist ég fram á ritvöllinn.... átta mig á því hálfa leiðina... að ... það eina sem ég ætlaði í raun að skrifa er ... Jákvætt innlitskvitt :-)

Einar Indriðason, 28.10.2008 kl. 17:27

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég tek undir að heldur vildi ég 100% verðbólgu, kreppu og atvinnuleysi en að ganga í gegnum það sama og þú horfist í augu við þessa dagana. Stóóóóórt knús.

Helga Magnúsdóttir, 28.10.2008 kl. 19:24

10 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Knús á þig.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.10.2008 kl. 19:36

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Heykvízla & haglabyzza gjörvallann liztann ...

Steingrímur Helgason, 28.10.2008 kl. 20:13

12 Smámynd: Daggardropinn

Daggardropinn, 28.10.2008 kl. 21:04

13 Smámynd: Marta smarta

Góður listi hjá þér og svo mætti lengja hann í ýmsar áttir.  Hef saknað þín af blogginu undanfarna daga.  Knús knús.

Marta smarta, 28.10.2008 kl. 22:49

14 identicon

Sæl, já þetta er nú meira ófremdarástandið. Ég er að drepast úr áhyggjum og svo sá ég á mbl.is núna rétt áðan mynd af flóttamanni í Afríku með litla barnið sitt á öxlinni ásamt öllum eigum sínum og ég bað hann í hljóði afsökunar.  Ég ætti að skammast mín, sit hér feit og södd inni í heitu húsinu mínu.      Já lífeyrissjóðirnir, þeir eru náttúrulega ömurlegir.  Þeir settu náttúrulega lögin sem leyfa þeim að fjárfesta eins og þeir gerðu. Áttu náttúrulega að vera bara með allt í innlánum. Til hvers eru þessi lög sem leyfa þeim að fjárfesta í skuldabréfum fyrirtækja ?  Auðvitað áttu þeir að vita að allt myndi hrynja í einu, allt klabbið.   Og þetta fólk í Fjármálaeftirlitinu, hafa víst verið um 30 manns þar að jafnaði undanfarin ár (miðað við 150 á Fiskistofu), það hefði nú alveg getað komið í veg fyrir að allt hrundi.  Það ætti bara að standa fyrir aftan axlirnar á öllu banka, lífeyrissjóða, vátryggingarliðinu og passa hvernig það vinnur, hlusta á hvert símtal. Svo myndi ég setja á listann alla þá sem kjósa áfram þessa vitleysingja á Alþingi.  Og líka landsmenn sem fóru á algjört neyslufillerý og voru að drepast úr græðgi, allir vildu græða og vera flottari en hinn.  Og líka forseta Íslands, hann vantar á listann.

Svo fyrir utan þetta allt þá vona ég að allt fari vel hjá honum stráksa þínum.  Hugsa til þín og ykkar.  Kveðja, Steinvör

Steinvör (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 00:23

15 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Listinn er góður en ófullnægjandi   Ég vona að strákurinn þinn standi sig vel, og mamma hans líka.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.10.2008 kl. 00:57

16 identicon

Maddý (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 08:42

17 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Knús

Svanhildur Karlsdóttir, 29.10.2008 kl. 09:29

18 Smámynd: Hugarfluga

Þetta er ljótt ástand ... sorglegt og ljótt.  Blessun til þín, Ragga.

Hugarfluga, 29.10.2008 kl. 14:17

19 Smámynd: persóna

Held með þér.

persóna, 29.10.2008 kl. 15:17

20 Smámynd: Tiger

 Það eru margir sem fengju að fjúka ef ég hefði einhverju að ráða þarna á háu þingi voru. Sammála því að listinn sé mjög góður en fleiri mættu vel bætast á hann ...

Knús á þig Ragnheiður mín - vonandi hefur þú það ljúft! Megi allt annað ganga upp sem best í þínu ljúfa horni ..

Tiger, 29.10.2008 kl. 16:19

21 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Anna Margrét Bragadóttir, 29.10.2008 kl. 18:37

22 Smámynd: Sigrún Óskars

ég vona svo innilega að allt gangi vel hjá ykkur - sendi góðar hugsanir í þína krísu   og stórt knús

Sigrún Óskars, 29.10.2008 kl. 19:01

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ertu heima, ætlaru að koma í beina útsendingu - eða ertu í kaffi einhvers staðar í Breiðholtinu?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.10.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband