Smellt á nýjar slóðir

sem ég hef ekki lesið áður.

Jenný vísar í sínu bloggi til Jónasar. (www.jonas.is) ég fór í rannsóknarleiðangur og las, bara smávegis, fann tengil hjá honum á hans góðu konu (www.kristin.is) og þar las ég miklu meira. Hún skrifar fínan texta og svo skrifar hún um hesta.

Skapið er enn úfið.

Hér kom bestastibestivinur hans Bjössa óvænt, við vissum ekki betur en hann væri bara í Kína. Það var gaman að sjá hversu glaður Bjössi var með að hafa endurheimt vin sinn. Ég bakaði ofan í þá skonsur í dag.

Samt var mamman með gallbragð í munni af pirring við fangelsiskerfið. Fékk að vísu góð ráð send í emaili og þakka kærlega fyrir það. Samt hafa augun fyllst af skelfingartárum öðru hvoru í dag.

Að setja hana mömmu sína í svona klemmu...hrmfp........

Ekkert virðist muna um þó að strákur hafi lagt allt svona á hilluna í hálft annað ár. Inn skal ormurinn og ekkert mehe með það.

Fjárkúgun segir Steingrímur J. Ja ég skal ekki segja, mannorð okkar á alþjóðavettvangi er orðið nógu slappt svo við förum nú ekki að stinga af með innistæður almennings í öðrum löndum. Ég er hrædd um að við verðum að taka á okkur þessa IceSave og aðra slíka innlánsreikinga. Ég sé ekki að greidd verði lán -millibankalán- en annars veit enginn neitt nema að við erum stórskuldug þjóð vegna brölts 28 karla og 2 kvenna.

ÍNN spilar viðtalið við JÁJ nánast stöðugt.

Ég er gengin í flokk. Í fyrsta sinn á æfinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er hann Jónas Kristjánsson ritstjóri, mér hefur alltaf fundist hann frekar góður. Hafði til dæmis voða gaman af því að lesa gagnrýni hans um veitingastaði, hérna áður. Ég sá nú að hann er með einhverja veitingahúsarýni inni á þessari síðu sinni.

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 17:51

2 Smámynd: Ragnheiður

Já hann skrifar um ýmislegt, hitt og þetta sem hægt er að smella á þarna.

Ragnheiður , 22.10.2008 kl. 17:57

3 Smámynd: Einar Indriðason

Þetta er handahófskennt Knús á þig, kannski innlitskvitt á þig.  Knús alla veganna, og tilraun til að af-úfa þig örlítið.

Einar Indriðason, 22.10.2008 kl. 18:14

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Nú skil ég hina færsluna elsku Ragga mín. Mikið þykir mér þetta leiðinlegt.

(((((((((((((((Faðmlag))))))))))))))))))))))))))))))))

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.10.2008 kl. 18:52

5 identicon

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:26

6 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Er ég rendi yfir síðustu bloggin þín fékk ég bara hnút í magan   Hafðu það sem allra allra best , bloggvinkona amk eins og þú getur.  

Erna Friðriksdóttir, 22.10.2008 kl. 21:11

7 Smámynd: Hulla Dan

Hugsaðu vel um þig vina... og farðu gætilega.
Hugsa mikið til þín

Hulla Dan, 22.10.2008 kl. 21:42

8 identicon

Þetta verður fínt Ragga mín.Láttu mig vita ef ég get talað við einhvern eða gefið þér einhverjar upplýsingar.Ég á að vísu ekki ættingja hjá fangelsismálastofnun en þekki gott fólk sem er tilbúið (er ég viss um)að hjálpa og tala máli ykkar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 22:20

9 Smámynd: Ragnheiður

Birna mín, ég þigg hreinlega alla hjálp. Ég er bara meira en minna lömuð af skelfingu..hálfráðalaus og líður skelfilega með þetta ástand

Ragnheiður , 22.10.2008 kl. 22:36

10 Smámynd: E.R Gunnlaugs

Ég á ekki réttu orðin, en mig langar að senda þér fallegar hugsanir. Vonandi fer allt á sem besta veg sem fyrst!

E.R Gunnlaugs, 22.10.2008 kl. 23:13

11 Smámynd: Brynja skordal

Knús og stórt Faðmlag til ykkar inn í nóttina Elskuleg

Brynja skordal, 22.10.2008 kl. 23:27

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 22.10.2008 kl. 23:44

13 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Elsku Ragga ég skil að þú sért skelfingulostin

Farðu vel með þig,ég sendi þér hlýja strauma

Anna Margrét Bragadóttir, 23.10.2008 kl. 00:09

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég bið fyrir góðum málalokum hjá ykkur. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.10.2008 kl. 01:52

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ragga mín! Ef það er eitthvað sem ég get gert til aðstoðar......... hikaðu þá ekki við að biðja

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband