Ég hélt að bloggheimur væri orðinn klikk !

Það voru allir að tala um mann Á konu. Mér fannst þetta jaðra við argasta klám og fór hjá mér í mínu smásálarlega hjarta sem er bæðevei í viðgerð til að verða víðsýnt og flott en það er allt önnur saga.

Þá komst ég að því að fólk er að tala um Bubba, og vísunin er í titil plötu hans Kona.

Mér stórlétti.

Af tómum kvikindisskap breytti ég einhliða ráðningarsamningi nýja starfsmanns heimilisins, viðkomandi starfsmaður þarf að hefja störf sólarhring fyrr en áður var áætlað. Af alkunnu æðruleysi sagði starfsmaðurinn ekki orð til mótmæla

Það er gott að hafa góða starfsmenn hehe.

Annars er ég góð !

Góða nótt og takk fyrir góð komment við erfiðar upprifjana færslur hérna fyrir neðan. Við þurfum að hugsa um fólkið okkar sem á við erfiðleika að stríða. Annað er okkur ekki sæmandi sem þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég var einmitt að hugsa það sama..... maður á konu - fannst allir vera frekar dónó, en ákvað að leyfa fólkinu bara að komast yfir það.

Hrönn Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þvílíkir ruddar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2008 kl. 22:45

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður á konu er náttl. bara eitthvað gott, er þaggi??? hafðu það gott elskuleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband