Helmingi minna um að vera

eða þannig, næstu daga verð ég bara í einni vinnu en ekki tveimur. Það er ágætt vaktafrí þarna á milli. Annars hafði ég hugsað mér að skrifa aðeins um og kynna fyrir ykkur Ölduna mína.

Hún kemur úr stórum barnahópi, fjórða í röðinni af sex systkinum. Elstir voru tvíburar, annar þeirra lést sviplega fyrir nokkrum árum. Hann fór hress að heiman að kvöldi en kom aldrei heim aftur, hann drukknaði af slysförum og fyrir framan báðar systur sínar. Yngstu systkinin tvö eru þroskahömluð, annað þeirra er á sambýli en hitt getur spjarað sig með aðstoð. Fyrir fáum árum hneig faðir Öldu niður heima við eldhúsborðið, hann og konan hans voru heima. Hann hafði þá um nokkurt skeið gengið til lækna vegna hjartveiki. Þennan dag stöðvaðist hjarta hans.

Alda er jákvæðasta manneskjan sem ég þekki. Ég talaði við hana í dag og spurði hvernig hún væri ; ég er ágæt sagði hún bara.Alda hefur alltaf verið tágrönn en nú er hún orðin allt of grönn, eðlilega. Hún er mikið veik. Hún greindist rétt fyrir afmælið sitt í mai með krabbamein í þvagblöðru, við rannsókn fannst krabbi í þremur eitlum sem liggja við hrygginn og í einum í brjósholi. Lungun eru þó hrein. Næsta myndataka verður eftir c.a. 6 skipti í lyfjameðferð. Þá á að skoða og plana næstu árásaraðferðir gegn krabbanum. Við Alda erum eins og mæðgur, við erum bestu vinkonur. Ég man ekki þá tíð að ég þekkti ekki Öldu og hennar fólk.

Um leið og ég minni enn á verkefnið (hætti því í byrjun júlí) þá býð ég góða nótt. Það ætti að vera bannað að verða svona þreyttur en þetta lagast, ég hef nægan tíma til að hvíla mig í gröfinni...ja allaveganna ef systir tekur ekki upp á að grafa mig upp (sjá www.siggahilmars.blog.is)

Knús á línuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Það mættu fleiri vera eins og þú. Heimurinn yrði betri staður að búa á!

Himmalingur, 26.6.2008 kl. 00:51

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Tek undir orð Hilmars..

það eru svo sannarlega misþungar byrðarnar sem fólk þarf að bera

lagði inn á reikninginn sem þú gafst upp...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.6.2008 kl. 01:06

3 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Æji já þetta er hrikalegur sjúkdómur, þetta er mikið í minni ætt og sjálf er ég í áhættuhóp. Ég vona að lyfjameðferðin beri einhvern árangur hjá Öldu. Kv. Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 26.6.2008 kl. 02:13

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vona að þú hafir náð hvíld í nótt Ragga mín

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 06:48

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ragga mín þú verður að hvílast, þú veist það.
Sendi þér ljós og orkukveðjur, þú ert yndisleg.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.6.2008 kl. 07:37

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er ótrúlegt hvað lagt er á sumt fólk. Það var frábært hjá þér að starta þessari söfnun því það er nauðsynlegt að létta óþarfa fjárhagsáhyggjum af fólki sem stendur í svona baráttu. Knús á þig, þú ert flottust.

Helga Magnúsdóttir, 26.6.2008 kl. 11:16

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk fyrir að kynna okkur fyrir Öldu.  Hún er greinilega sterk og þroskuð persóna.  Það er fágætt að vera svo jákvæð eftir svo mikla erfiðleika.  Hún á aðdáun mína. 

Anna Einarsdóttir, 26.6.2008 kl. 11:35

8 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Bestu kveðjur til Öldur og hennar fólks þau er alltaf í huga mínum.

Kveðja til þín og þinna líka.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 26.6.2008 kl. 13:53

9 Smámynd: lady

þetta er átaklega saga sendi innilega kveðju til hennar og fjölsk  það er auðseð að þú ert vinur vina þinna,Ragnheiður mín,,óska ykkur svo innilega góða helgi

lady, 26.6.2008 kl. 14:27

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Viltu minna á þetta með færslu um mánmót. þá ætla ég að leggja inn. Knús á þig darling, þú ert demantur sem glóir í mannheimum.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 19:48

11 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir þetta elskurnar, ég reyni að minna á þetta. Þið eruð best í heimi.

Nú þarf ég að hendast að vinna smá meira, leiter you guys !

Ragnheiður , 26.6.2008 kl. 19:57

12 Smámynd: Hulla Dan

Alda er ábyggilega yndisleg kona og þú ert dásamleg

Hulla Dan, 26.6.2008 kl. 20:45

13 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Knús á þig og Öldu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.6.2008 kl. 22:14

14 Smámynd: Brynja skordal

Vildi bara kvitta fyrir mig mikið að skoða eftir langt frí hafðu ljúfa helgi Elskuleg knús á öldu ykkar

Brynja skordal, 26.6.2008 kl. 22:34

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 26.6.2008 kl. 23:09

16 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 23:19

17 Smámynd: Erna

Þú ert yndisleg manneskja, ég hef oft farið inn á síðuna þína en ekki oft kommentað. Stundum kveikt ljós á kertasíðunni hans Himma. Ég lagði Öldu örlítið lið í bílakaupum og mun hugsa til hennar og kveikja á kertum og fyrir þig líka frábæra kona  Bestu kveðjur Erna.

Erna, 27.6.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband