Æj (viðbót mynd af skjálftunum)

greyin, það vill til að þeir eru nú í rammgerðu húsi og vel um þá hugsað. Ég hef hinsvegar miklu meiri áhyggjur af fólki á Suðurlandi sem er núna sumt vegalaust. Aldan mín er til dæmis á Selfossi og ég hef miklar áhyggjur af henni.

Mín upplifun af skjálftanum var svona ;

Ég var að setja ryksuguna í gang þegar ég heyri hljóð. Ég held áfram við að labba eftir ganginum og loka áfram hurðunum inni í herbergin. Þá er ég farin að gruna alvarlega ryksuguna um að vera biluð og framkallandi aukahljóð. Ég sný mér við og sé þingmann undarlegan á svipinn í sjónvarpinu, þingforsetinn stendur upp og ég hélt að þingmaðurinn hefði misst einhvern ósóma út úr sér. En þá sjá ég kertaljósakrónuna, hún sveiflast eins og vitlaus.

Ég beið en þetta ætlaði aldrei að hætta, ég var komin á fremsta hlunn með að hlaupa út en þá stoppaði þetta loksins.

En það leið langur tími áður en ljósið hætti að sveiflast....

jarðskjálftar2

Sjáið muninn á þessari og þeirri sem er í fyrri færslu

 


mbl.is Fangar á Litla-Hrauni úti í garði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Það var eins og kæmi rok-hvina á húsið mitt, svo fór allt að titra og allir óróarnir mínir dingluðu og sungu fyrir mig. Ég er sem betur fer ekkert hrædd við jarðskjálfta en vildi samt ekki búa á Suðurlandi núna. Sendi þér kveðju yfir grindverkið

Sigrún Óskars, 29.5.2008 kl. 21:10

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Við stóðum fyrir utan sléttuveginn þegar allt skalf,frændi hans Gísla taldi öllum trú um að vertakinn sem er að vinna fyrir neðan væri að sprengja og Ameríkaninn sem var með okkur þarna tók það gott og gilt en ekki ég sagði við Gísla á leiðinni í bílinn það er ekki neitt til að sprengja þarna þetta var skjálfti ...og hvað stór skjálfti 6,3 á ricter er stórt

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 29.5.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff, hvílíkur dagur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er ekkert sem hræðir mig meira en jarðskjálfti! Finnst ég svo ósjálfbjarga og er sko ekki búin að gleyma skjálftanum 2000, sat á kaffihúsi á Laugaveginum og varð gjörsamlega stjörf af hræðslu

Huld S. Ringsted, 29.5.2008 kl. 21:57

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég fann ekkert. Var líklega að keyra. Já, þetta er erfitt fyrir sunnlendinga. Hugur minn er hjá þeim.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.5.2008 kl. 22:33

6 Smámynd: Hugarfluga

Hugarfluga, 29.5.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband