Að nota hæsta stig lýsingarorða *viðbót*

er einhver lenska sem maður sér víða um bloggheima. Í nafni ritfrelsis og gagnrýni er skoðun viðkomandi bloggara sett fram, stundum af offorsi. Vinsælast nú um stundir er að hjóla í unga fréttakonu, nú eða rífast yfir mögulegri greindarvísitölu vörubílstjóranna.

Málið er mér einfalt, ef þú ert það rökþrota að þú þarft að veitast að persónunni í stað málefnanna þá er það merki um að draga sig í hlé.

Ennfremur hefur málflutningur þeirra sem hæst láta verið nokkuð truflandi. Það er talað um "alla" vörubílstjóra og "alla" lögreglumenn sem svona og hinsegin. Í hverjum hóp eru mismunandi einstaklingar og það er ekki með nokkru lagi hægt að alhæfa svo um heilan hóp manna.

Mér fannst mótmælin við Suðurlandsveg fara úr böndunum, að mörgu leyti. Sá sem henti grjótinu skoraði persónulega ekki hátt hjá mér, ekki frekar en sá sem réðist að lögreglumanninum við Kirkjusand. Baráttu bílstjóranna skil ég samt vel og skil hvað þeir eru að tala um.

Afstaða mín varð auðvitað ljós í gær þegar ég bauð velkominn í minn bloggvinahóp Sturlu Jónsson vörubílstjóra. Mér til gleði þá samþykkti hann boðið. Mér hefur sárnað nokkuð meðferðin á bílnum hans, enda óvenju fallegur og vígalegur bíll. bilde?Site=XZ&Date=20080426&Category=LIFID01&ArtNo=243269982&Ref=AR&NoBorderJá það er veikleiki hjá mér, ég er ótrúlega veik fyrir stórum trukkum og finnst þeir óskaplega falleg verkfæri...shit...ég ætlaði ekki að fara í hevý játningar hérna. En fyrst ég er byrjuð á því þá er eitthvað við rútubíla sem fer ferlega í mig. Rútur eru bara það ljótasta og leiðinlegasta sem ég sé.

Stundum finnst ég  ekki eiga heima í þessu bloggfélagi hérna. Áður fyrr var ég með bloggsíðu á öðrum vettvangi og þar varð maður ekki var við þessa einkennilegu múgæsingu sem tröllríður oft moggabloggi. Ég ætti kannski að færa mig þangað-eða æfa mig í að nota efsta stig lýsingarorða og gaspra af krafti um það sem ég líklega hef ekki vit á.

Í fyrra keypti ég olíu á bílinn minn fyrir rúm 700.000. Ég tryggði hann fyrir 25.000 á mánuði allt árið. Minn rekstur er ekki þannig að ég fái vsk eða neitt svoleiðis. Ég er hinsvegar með afsláttarkort hjá Skeljungi enda stórnotandi. Núna er ég með afslátt sem samsvarar 13 krónum frá hæsta auglýsta verði. Það munar um það en það er sama.

Eigum við ekki bara að ráðast inn í Kuwait ?

* í morgun hitti ég vini mína og við ræddum um ákveðinn mann . Er hann ekki með brjósklos ? var ég spurð. Ég sagðist ekki vita það en maðurinn væri klárlega með greindarlos....

Spurt er ; hvað er greindarlos ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj já hvað ég er sammála þér!  Það eru alltaf tvær hliðar á hverju máli.

Styð þá tillögu þína að ráðast inn í Kuwait! Við getum bakað kökur og gefið blöðrur

Hrönn Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Greindarlos? Það hlýtur að vera þegar menn missa greind.......

Hrönn Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 21:38

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mér finnst nafnlausu bloggararnir vera drjúgastir við efstastigsorðaforðann. 

Marta B Helgadóttir, 25.4.2008 kl. 21:58

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Greindarlos er er gengissig greindarvísitölurnar.

Hugsanlega gefur Seðlabankinn út breytingar á greindarvísitölu.

Anna Einarsdóttir, 25.4.2008 kl. 22:25

5 Smámynd: .

öööööööööö.... einhver sem missir greind sína lausa og týnir henni.....

., 25.4.2008 kl. 22:44

6 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Jæja Ragga, KOnan mín vakti mig áðan og spurði mig hvort ég væri aftur kominn á másparkaílistann Ha spurði ég til baka. Þá benti hún mér á klausuna þína um brjósk-, og greinrarlosið og var þess fullviss að þú værir í fýlu út í mig. Ég vissi hins vegar um hvern var að ræða svo ég skelli hljó og sagði - Nei hún Ragga var ekki að tala um mig í þetta skiptið.  En sagði henn að það yrði gaman að komast aðþví hvort hálfur flotin héldi ekki núna að ég væri kominn með greinarlos.
Jæja best að hunskaðst út í bíl og reina að vinna inn peninga fyrir heimilið svo konan taki ekki upp þessa flottu sjúkdómsgreiningu þína og yfirfæri hana á mig.

Bárður Örn Bárðarson, 25.4.2008 kl. 22:57

7 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe æj -Bárður bloggari, meðan þú kallar mig ekki Rósu þá erum við góð. Ég skil ekkert í konunni þinni að halda að þetta eigi við þig en til að fækka möguleikunum þá er um tveggja stafa kallnúmer að ræða hehe....

Ragnheiður , 25.4.2008 kl. 23:27

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sjúkkit, tveggja stafa kallnúmer, ok, ég sem hélt að ég þekkti viðkomandi greindarlosara, en sá er ekki með brjósklos svo það útilokar hann.

Hehe, sæt - sætari - sætust, það eru ég og þú og nokkrir aðrir.

Gúddnæt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.4.2008 kl. 23:31

9 Smámynd: Linda litla

Greindarlos.......Ég er örugglega með það.

Linda litla, 26.4.2008 kl. 00:14

10 Smámynd: Brattur

... eigum við nokkuð að ráðst inn í Kuwait?... við gætum bara meitt okkur...

Brattur, 26.4.2008 kl. 00:47

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég held að allir eigi pláss hérna til þess að blogga, ég nenni ekki að lesa marga bloggara vegna (Ýktra) skoðana þeirra.  Þitt blogg les ég alltaf, og finnst mér það skemmtilegt og uppbyggjandi  Kveðja Jóna Kolla

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.4.2008 kl. 00:58

12 Smámynd: Bárður Örn Bárðarson

Takk fyrir það Ragga, segi eins og dóttir mín´: "Ég skal reyna að vanda mig rosalega mikið, svona stundum þegar ég man eftir því"

hehhe

Bárður Örn Bárðarson, 26.4.2008 kl. 07:12

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ætíð frábær Ragga mín. Greindarlos, er það ekki er maður t.d. reiðist og þá dalar greindin, nær ekki til að hugsa rökrétt fyrir aðstæðum sem skapast.
Ég verð nú líka að viðurkenna veikleika minn fyrir svona flottum trukkum, mér finnst ætíð eins og rúturnar séu að velta er ég mæti þeim,
Svo mundi ég alveg vilja eiga einn gamlan, kannski letta 1955. átti einu sinni svoleiðis kagga.
                                          Knús til þín Ragga mín.
                                             Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.4.2008 kl. 08:59

14 Smámynd: Mummi Guð

Ragga, þú átt heima í þessu bloggsamfélagi, það eru persónur eins og þú sem halda mér á blogginu. Annars er ég sammála þér með efstastigsorðaforðann og það er rétt sem Marta segir að þeir sem fela sig á bak við nafnleynd eru oftast þeir sem eru duglegastir (efsta stig orðaforðinn minn)  að rakka aðra niður.

Mummi Guð, 26.4.2008 kl. 09:56

15 identicon

Lára er fín.Þetta var aulahúmor .Má lemja löggu í "hita leiksins"en ekki vera með aulahúmor.Bara greindarlos hjá fólki.Er löngu hætt að styðja þessi mótmæli enda vita Sturla og co ekki hverju þeir eru að mótmæla lengur.Góðan dag annars

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 11:29

16 Smámynd: Tiger

  Er málið ekki bara reiknislegs eðlis með þetta orð "greindarlos"? Á maður bara ekki að taka orðið, draga einn staf úr því og fá þar með nýtt orð? Maður bara dregur "e" burt og vúlla - nýtt orð poppar upp!

Ragnheiður, þú ferð ekki fet í burtu héðan! Hérna átt þú heima því hérna eru svo margir sem lesa þig daglega og sumir hverjir fá hér heilmikinn styrk í því að lesa þig. Bara ferð ekki rassgat sko! Punktur.

Olía verður horfin eftir 20 ár - þannig að innrás í Kúwait er tímaskekkja og ekki framtíðarbjartur gjörningur. Málið er að reisa verksmiðjur sem framleiða öðruvísi orkugjafa, ella þurfum við að leggja öllum stóru trukkunum og öðrum farartækjum - endanlega!

Knús á þig Ragnheiður mín og njóttu helgarinnar!

Tiger, 26.4.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband