Man ekki hvort ég hef minnst á það

en þegar ég legg mig á daginn eftir morgunvaktir þá fara hlutirnir að verða undarlegir í meira lagi. Endalaust tekst mér að dreyma vinnufélagana í hinum undarlegustu uppákomum.

Núna vorum við öll að vinna í hveitiverksmiðju. Þeir snyrtilegri voru með smá hveiti á nefinu en hinir subbulegri litu út fyrir að hafa fengið innihald heils hveitipoka ofan á hausinn.

TIl að komast í vinnuna þurfti maður að stikla á stórum potthlemmum. Þar var verið að sjóða sviðahausa í tonnatali fyrir dýrin í dýragarðinum rétt hjá.

Já hvað hélduð þið? Auðvitað dýragarður, þetta var alvöru draumur !

Meiri vitleysan sem leikur lausum hala í hausnum á mér þegar ég er að leggja mig.....sjís....en sumir af þessum fínni bílstjórum voru skondnir allir út í hveiti hehehe.

---------------------------------------------------------------------------

Að fréttatengjubloggurum.

Stundum held ég að þeir lesi ekki þá frétt sem þeir eru að tengja í. Þeir meika fyrirsögnina og svo er allur vindur úr þeim. Svo bulla þeir bara malbik útfrá fyrirsögninni og vita ekkert um innihald fréttarinnar.

Sem dæmi um þetta er fréttin á www.mbl.is í dag um árás á lögreglumanninn fyrir utan Kirkjusand. Vísir bætir um betur og náði myndskeiði af þessu og birtir á sínum miðli. En skoðið kommentarana moggamegin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband