Ég þarf ekki

að vita hvað Þórhallur í Kastljósi er með í laun

að finna aukakílóið sem ég virðist hafa týnt

að brosa hvern dag

að gráta hvern dag

að vita allt um alla

að vera dómhörð

að gefast upp

en það sem ég þarf að gera er að vera ég sjálf, í vöku og svefni, hugsun og doða. Nú þarf ég að leggja af stað með kall og hvutt..útum hvipp og hvapp (þarf að spyrja Bratt hvar það er annars)

Engar fréttir, kannski eru það góðar fréttir -kannski ekki. Það er vont að bíða en ekkert hægt að gera við því samt.

-------------------------------------------------------------

Ég vil koma þessu útigangsfólki í húsaskjól, sama hvort þau eru í ónýtum kofum eða gámum. Svo þarf að bregðast við þessu húsaveseni í miðborginni, að menn geti látið hús drabbast niður og fylla þau af ------nú vantar mig orð sem ég get sæst á að nota-----------til að fella verðgildi þeirra og nágrannahúsanna.

Farin að labba..sé ykkur seinna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Biðin er erfið.  Dísa talaði við Einar í dag, það er allt við það sama eða næstum því.

Ömurlegt.

Eins gott að taka ábyrgð á sjálfum sér, það er það eina sem við höfum yfir að ráða.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 19:46

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ekki þarf ég heldur að vita hvað Þórhallur er með í laun ... og get tekið undir hitt líka, nema kannski aukakílóið. Þú hefur fram yfir mig að fíla ekki páskaegg! Knús í bæinn.

Guðríður Haraldsdóttir, 26.3.2008 kl. 19:58

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hárrétt hjá þér Ragga mín og biðin er erfið.
                        Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2008 kl. 20:03

4 Smámynd: Brynja skordal

tek undir þessi orð þín já biðin er erfið Elskuleg knús

Brynja skordal, 26.3.2008 kl. 20:29

5 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 20:31

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 26.3.2008 kl. 20:35

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú ert nú svo mikið þú sjálf, sem betur fer, því þú ert langbest. 

Þú getur nú litast um eftir aukakílóinu þegar þú ert hvort eð er að þramma út um allan bæ.  Þetta minnir mig annars á þegar pabbi missti putta, þegar hann fór með hann í smergel,  í gamla daga.  Við bróðir minn leituðum og leituðum að puttanum en án árangurs.  Þá hlupum við á næsta bæ og góluðum;  "pabbi missti putta, pabbi missti putta" ! 

Anna Einarsdóttir, 26.3.2008 kl. 21:12

8 Smámynd: Ragnheiður

Nú það voru þó stórfréttir Anna...

Ragnheiður , 26.3.2008 kl. 21:16

9 Smámynd: Brattur

... Ragnheiður... nú getur þú fræðst eitthvað örlítið um hvippinn og hvappinn hjá mér... fékk hugmyndina frá þér...

Brattur, 26.3.2008 kl. 21:50

10 Smámynd: Hugarfluga

Góð!

Annars get ég sagt þér hvar þetta aukakíló þitt er, þó þú þurfir ekki að vita það. Það er á bossanum á mér, þeink jú verí næs.  

Hugarfluga, 26.3.2008 kl. 21:54

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara að fylgjast með þér elskuleg  Girl 2

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 21:55

12 Smámynd: Ragnheiður

Fer að skoða Brattur...sowwy Fluva...ætlaði að senda það eitthvað annað. Nú er vesen að eiga ekki óvini...meður veit ekkert hvert maður á að senda svona aukakíló

Ragnheiður , 26.3.2008 kl. 21:56

13 Smámynd: M

Get séð af nokkrum kílóum ef þið viljið fá lánað, aðeins lánað !

Annars hefur þú örugglega tapað e-h í þessum babúsku túrum þínum.

Góða nótt. 

M, 26.3.2008 kl. 22:42

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég, sonur minn og vinur hans skráðum okkur í líkamsrækt í janúar til að gá hvort hægt væri að leggja þar aukakíló kurteislega til hliðar. Strákarnir mæta eins og herforingjar og ég fer að verða uppiskroppa með afsakanir til að mæta ekki. Dríf mig með þeim næst.

Helga Magnúsdóttir, 27.3.2008 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband