Tiltekt

stendur yfir á planinu við húsið, einn bíll er farinn áleiðis í pressuna. Við erum hér að geyma einn fyrir vinnufélaga okkar, einn er frá Sigga Atla og svo er Himmabíllinn inn í skúr. Sigga bíll fer þegar verður búið að gera við hann. Himma bíll fer út þegar verður búið að setja rúðu í hann en hvað á að gera við gamlan toyota bíl sem er á beit við skúrinn ? Það er spurningin.....

Næst á dagskrá er svo að laga til í skúrnum og henda því sem á að henda. Við hentum fullt af drasli í skúrinn þegar við fluttum og vorum ekki búin að taka það til áður en heimurinn fór á hvolf. Það hefði nú verið eðal að hafa Himmann minn hérna núna, hann hefði hjálpað okkur þessi elska ...það minnir mig á þegar hann hjálpaði okkur við að flytja -þegar við fluttum þaráður- hann var búinn að vera á spani og í reddingum allan daginn, kom svo og bar búslóð með okkur. Eins og gengur þá var öllu hrúgað í stofuna en það glitti aðeins í hálfan sófann. Þegar allt var komið inn þá fórum við gamla settið að gera rúmið okkar klárt. Á meðan hvarf Himmi. Við fundum hann fljótlega, hann skreið inn í draslhrúguna í stofunni og sofnaði í sófanum. Síminn hans hringdi viðstöðulaust og ég skreið á eftir honum, nældi mér í símann og tók hljóðið af. Fann svo eitthvað til að breiða á Himmann og þarna svaf hann til morguns. Hann var vel úthvíldur morguninn eftir þegar við vöknuðum öll. En hann var með á annað hundrað símtöl á símanum sínum. Hann flissaði að því en þá hafði hann verið búinn að lofa sér eitthvert.

Ásdís bloggvinkona kom með mynd um daginn á síðuna sína sem minnti mig á Himma.

c_users_asdis_pictures_cid_004301c8748d_d333b090_4001a8c0_d485cr1j

Málið var að í einu myndaalbúminu er til mynd af Himma. Hann er á fyrsta árinu og situr á gólfinu með stuðningi Hjördísar systur sinnar. Hann er berrassaður. Eftir að hann fullorðnaðist þá fór þessi mynd í hann en hann vildi samt ekki láta mig taka hana burt. Þegar hann kom með kærustur þá vildi hann stundum sýna myndir af sér enda leitun að sætari smástrák en hann var sjálfur. Svo heyrði maður hann fletta og útskýra....svo kom allt í einu...-HVISS-  Þá fletti hann snarlega blaðsíðu og ég spurði ; Himmi minn, var hún þarna ?

Þá var hann að fletta yfir myndina. Það brást samt sjaldnast að skvísurnar vildu vita yfir hvað hann fletti hehe.

Elsku kallinn hennar mömmu sinnar Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtileg saga af Himma þínum.  Peyjinn á myndinni er algjör dúlla.  Hafðu það gott í dag Ragga mín.  Pet Day 2/20 

Ásdís Sigurðardóttir, 25.2.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: Tiger

  Myndir geta verið okkur svo dýrmætar og fallegar minningar geymast ætíð best í þeim. Ég elska að flétta í gömlum myndum af fólki sem er ekki lengur hjá mér og rifja upp góðar stundir með þeim. Alveg dásamleg uppfinning þessar myndavélar sem hjálpa okkur svona með minningarnar.

  Auðvitað jafnast myndirnar aldrei á við persónurnar sjálfar - dásamlegar persónur verða alltaf í hjarta okkar og svo lengi sem við kjósum munu minningarnar hlýja okkur vel. Að sjálfsögðu megum við þó passa okkur því það er svo skelfilega auðvelt að missa sjónar á þeim sem enn eru hjá okkur og elska okkur ekkert minna. En minningarnar eru yndislegar og gleymast aldrei. Guð geymi þig og varðveiti minningarnar í hjarta þér - hann er heppinn - hann fær ástvini okkar en er þó svo góður að gefa okkur styrkinn til að vista minningar og góðar stundir um ástvinina í huga okkar.

  

Tiger, 25.2.2008 kl. 15:18

3 identicon

Þekki vel svona myndir sem hafa horfið úr myndaalbúminu

Guttinn á myndinni er algjör dúlla Hef samt grun um að þessi mynd fái ekki að vera  í albúminu eftir nokkur ár.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 16:01

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég tók mynd af eldri minni berrassaðri þegar hún var nokkra mánaða og var mér sagt þá að einhverntímann yrði hún ekki hrifin, hún er nú þegar búin að byðja mig svona 100 sinnum að fjarlægja hana úr albúminu

Huld S. Ringsted, 25.2.2008 kl. 16:53

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Gangi ykkur vel í tiltektinni í skúrnum. Já það væri gott fyrir þig að hafa Himmann með þér en kannski "dúkkar" eitthvað upp í dótinu sem vekur upp minningar. Það er gott að eiga góðar minningar um elsku kallinn hennar mömmu sinnar.

Taktu bara þinn tíma, Ragnheiður.  

Sigrún Óskars, 25.2.2008 kl. 18:05

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ooooohhh það eeer svo gott að fara í svona tiltekt....geri það reglulega sjálf og endurnýjast af orku....skil samt ekki hvað maður er duglegur að sanka að sér draslinu sem er oftar en ekki til óþurftar.

Skemmtileg saga af Himma þínum..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.2.2008 kl. 18:07

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku Ragnheiður mín skemmtileg saga af Himma.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.2.2008 kl. 19:21

8 Smámynd: Hugarfluga

Himmi sendir ykkur áreiðanlega orku til að taka til hendinni. Reynið að meðtaka hana. Falleg frásögn, Ragga mín.

Hugarfluga, 25.2.2008 kl. 19:49

9 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

já nú gat ég vel brosað út annað þetta er Himminn sem ég þekki og ef hann var þreittur þá kom hann sér á næsta stað sem var hægt að lulla og hvíldi sig elsku strákurinn....og þetta með myndina þá eru til svo mikið af góðum myndum af honum frá því hann var lítill...og jú stór líka.

Kveðja og gangi ykkur vel í tiltektinni Heiður.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 25.2.2008 kl. 20:06

10 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Yndisleg frásögn og myndin af litla manninum bara krúttleg. Gangi ykkur vel í tiltektinni

Bjarndís Helena Mitchell, 25.2.2008 kl. 20:40

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Yndisleg skrif Ragga mín, gangi ykkur vel að taka til í skúrnum.
                             Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2008 kl. 21:00

12 Smámynd: Hulla Dan

Fallegt...

Hulla Dan, 25.2.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband