í þessari færslu gætu leynst ljót orð-lesist með varúð

Ég vinn í þjónustustarfi og vinn vaktir.Himinn og haf skilur á milli sumra vaktanna hjá mér. Þegar ég er að vinna morgunvaktir þá gengur þetta allt sinn rólega vanagang. Fastir viðskiptavinir hringja og sumir svo rótgrónir að þeir bjóða góðan dag og biðja mann svo um að senda sér einn heim. Þessir aðilar vita sem er að við vitum vel hvar þau eiga heima. Þetta eru okkar uppáhaldskúnnar, sumir búnir að hringja í áratugi hingað.

Um helgar er oft annað uppi á teningnum. Þá er mikið að gera og við ráðum oft ekki við ástand mála en reynum að veita þá þjónustu sem beðið er um. Þá er fólk oftar en ekki að "skemmta" sér (ég set það í gæsalappir vegna þess að eftir öll þessi ár er ég alvarlega farin að efast um skemmtanagildið). Þá á allt að gerast strax og enginn skilningur á því að það getur verið bið eftir umbeðinni þjónustu. Þá bregst fólk stundum við með ósvífnum hætti. Við höfum verið kallaðar öllum þeim ónefnum sem til eru í íslenskri tungu. Helvítis tussan þín er eiginlega efst á blaði samt....fífl...aumingi....fáviti skora líka nokkuð hátt. Og við sitjum hérna, stundum alveg dasaðar og oft hálf sárar eftir.

Miðað við fréttir af viðmóti við starfsfólk verslana í vetur þá hef ég séð að fólk hagar sér líka svona bláedrú á miðjum degi. Það finnst mér undarlegt. Áttar fólk sig ekki á að það verður engum til skammar nema sjálfu sér ?

Hitt sem ég var að spá í þennan morguninn var hversu langt konur ganga ....í að fitta í einhverja ímynd og staðla sem eiga að gilda fyrir kvenpeninginn. Það er plokkað, rakað, límt, reytt og tætt og svo er málað yfir sárin með þar til gerðri málningu. Afhverju ætli konur séu aldrei ánægðar með sjálfar sig ? Eina kannaðist ég við sem harðneitaði að líta í spegil fyrr en hún var búin að mála sig....held að hún hafi málað sig blindandi til að sjá ekki sjálfa sig án málningarinnar. Ég sé oft konur á mínum aldri sem eru komnar með hrukkur og greinileg ellimerki í húðina. Ég er ekki með nema eina hrukku og ég sit á henni. Hinsvegar er ég með bauga og þeir hafa sko ekki lagast undanfarna mánuði. Ég er farin að hafa grun um að konur sem mála sig dag hvern séu að ofbjóða á sér húðinni og húðin á þeim eldist óeðlilega hratt....fór að hugsa um þetta í gær þegar ég var að hlæja að Dúu í úlpunni í snyrtivörubúðinni..sjá færslu hjá henni.

Ég er 45 ára og ég lít út fyrir að vera 45 ára. Ég myndi ekki með nokkru móti vilja verða tvítug aftur, mér finnst ágætt að vera komin á þennan aldur og ég sé grilla í lokin -ég held að mig langi ekki til að  verða gömul kona. Þetta er alveg orðið nóg og nú langar mig bara til að sjá öllum aðeins betur borgið og þá fer mínu hlutverki að verða lokið.

Ég er annars hressari en marga undanfarna daga, sem betur fer. Þetta var farið að verða leiðinlegt ástand. Ég fann út smá patent en ég ætla að prufa það oftar en einu sinni og sjá hvort það er í raun að virka eða hvort þetta var bara tilviljun eins og svo margt annað.

 

Stundum les ég DV, óvart , í vinnunni. Snepillinn pirraði mig í morgun, sko blaðið í gær. Afhverju þurfum við að vita um hvert smáatriði í lífi fólks sem er á opinberum vettvangi, í þessi tilviki sjónvarpsfólk ? Þau hafa beðið um frið og það dugar ekki til....

Það er aðeins annað með kellingu eins og mig og fleiri sem hafa valið að opinbera hluta af sínu lífi, ég geri það sjálf.....djö....þetta fer í mig...

ég DV óv

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ókurteisin er oft mikil og ég er sammála þér í sambandi við skemmtanagildið.Það er svolítið misskilið  þessi samsetning skemmtun og áfengi,hjá mörgum. Ég er mjög viðkvæm fyrir mínum ljósu hárum(grá segja sumir).Ég er í þessum töluðu orðum að hafa mig til í litun,snyrtingu og PLOKK. Augabrúnir fá ekki að vaxa villtar. Þá yrði ég eins og Bjarni Fel eða Andý Roony.Hahahahaha. Ég er viðkvæm fyrir útlitinu og vil líta vel út. En er búin að læra það að klæða og snyrta mig eftir aldri.Sé fátt sorglegra en konu á mínum aldri í unglingafatnaði.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 08:50

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já það er ólíku saman að jafna, fólki með fulla fimm og þeim sem hafa sturtað í sig geðveiki í fljótandi eða öðru formi.

Við erum misánægaðar með okkur stelpurnar, mér finnst konur bara sætar 40plús og ekki orð um það meir.

Það var að koma út skýrsla sem sýnir fram á að við erum afskaplega þjónustuslök, en hvað um það, njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2008 kl. 08:56

3 Smámynd: Ragnheiður

Ó..ég spáði svosem ekki í það að augabrúnir geti vaxið eitthvert út og suður. Mínar eru svo penar og eru bara akkurat eins og ég held að þær eigi að vera

Það er kannski stór misskilningur hehe

Ragnheiður , 31.1.2008 kl. 09:08

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sko það er bara allt í lagi að vera eins og maður vill sjálfur, en það fer ósegjanlega í pirrurnar á mér þegar konur endalaust tala um óánægjuna með sjálfan sig, þá get ég nú urlast.
Ég lita og plokka mig sjálf, mála mig um augun, nota olíur frá
urtasmiðjunni í andlitið og rúsínan í pulsuendanum eru jurtaolíur sem dóttir mín flytur inn þær heita prima vera, ekki veit ég hvernig é væri í skrokknum ef ég nuddaði þeim ekki á skrokkinn á hverjum degi,
af sumum þessara olía er frekar sterk lykt bara eins og af kryddi
svo slæm stundum að meira að segja Neró minn forðast mig,
en mér er nú nokk sama um það. Jæja nú er ég komin á flug.
Fjandans dónaskapurinn í fólki er þeirra hneisa en ekki okkar.
                                 Knús á þig Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2008 kl. 09:45

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ÚFF og ég vinn í sjoppu  reyni að vanda mig og vera lipur við fólk

Þessi "skemmtun" sem felst svo oft í því að drekka sem mest, hef heyrt hverrnig sumt fólk er að plana hve MIKIÐ það ætlar að drekka, er svo ansi ánægt með sig daginn eftir, (í missgóðu standi til að sinna vinnunni) yfir því hvað það gat torgað miklu áður en þau hættu að muna, vita stundum ekki hver kom þeim heim!!!

Gaman þætti mér að sjá þetta fólk sem eys dónaskap yfir ykkur ef það væri allt í einu komið í stólana ykkar og fengju eina svona gusu,ætli þeim yrði ekki um.

Ég er nú ansi löt að mála mig og ætti að sinna húðinni minni miklu betur, ekki nenni ég að plokka rífa og tæta,en ég veit að kremin sem hún Milla notar frá Urtasmiðjunni eru bara góð, kraftaverkakrem hef ég fengið þaðan

Megi dagurinn verða ljúfur

Guðrún Jóhannesdóttir, 31.1.2008 kl. 11:02

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér finnst sumt fólk vera mjög dónalegt og það er til skammar. Eigðu góðan dag Ragnheiður mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 31.1.2008 kl. 12:22

7 identicon

Ég vinn mjög skemmtilega vinnu, hitti alskonar karaktera, heima hjá þeim, eða þeir eru hja nánum vinum/ættingjum. Oftast er þetta fólk fullkomlega kurteist og rólegt, skemmtilegt og upplífgandi. En inn á milli geta auðvitað leynst svartir sauðir sem eru hundleiðinlegir. Ég reyni eins og ég get að láta ekki koma mér úr jafnvægi, oftast tekst það en stundum ekki.   Munurinn hins vegar er sá að fólkið sem ég er glíma við er ekki drukkið, þar held ég að hundurinn liggi grafinn. Auðvitað er til fólk sem er dónalegt bláedrú, en ég held að alkahól kalli það enn frekar fram í fólki.

Ég get ekki sagt að ég myndi hafa þolinmæði í það sem þú ert að gera. Ég er svo hrillilega skapstór, að ég myndi eflaust bara skella á fólk, og enginn fengi neitt að gera. 

Fólk sem hagar sér svona á bara að skammast sín. Það veit alveg af því að það er að haga sér ílla.

Knús á þig elsku vinkona. Megirðu eiga góðann dag.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 12:53

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef grun um að sumt fólk taki leiðindi sín út á þjónustuaðilum sem ekki geta svarað þeim á sama hátt, aftreiðslufólk leigubílstjórar og slíkt.  Ég átti einu sinni hlut í blómabúð og vann þar stundum til að hjálpa til, og það voru þarna einstaklingar sem komu inn bara til að vera með leiðindi, við vissum hvað myndi gerast um leið og þetta fólk kom inn úr dyrunum. 

En þetta getur verið algjörlega óþolandi, sérstaklega ef maður sjálfur er ekki vel fyrirkallaður.  Og það hefur minnst með drykkju að gera, heldur skapferli manns sjálfs. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2008 kl. 13:41

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Voðalega getur fólk eitthvað verið ókurteist ...

Sko, þetta með útlitið! Held að þetta sé eitt stórt samsæri snyrtivöruframleiðenda, þeir selja þeim mun meira sem við erum óánægðari með okkur og búa til einhverja mynd sem við eigum að líkjast. Ég er sem betur fer þokkalega ánægð með sjálfa mig og er farin nota önnur viðmið en áður. Vissulega er ég offitusjúklingur miðað við Kate Moss ... en ég er örmjó miðað við Keikó þegar hann var upp á sitt besta. Knús í bæinn.

Guðríður Haraldsdóttir, 31.1.2008 kl. 15:05

10 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég er alltaf ægilega indæl og kurteis þegar að ég tek Taxa  Enda er ég ekki með vín eða annað um hönd,svoleiðis dót breytir góðu fólki í eitthvað  Ég tek Taxa þegar ég er búin að gera stórinnkaupin í Bónus,segi alltaf það sama.....Góðan daginn,mig vantar bíl í Bónus í Hólagarði Kríuhólamegin og nafnið er Katrín  Kemur þó einstökum sinnum fyrir að ég vill fá bílinn hjá Dominos  Ég gæti þó gargað þegar að bílstjórarnir fara að hafa orð á því að ég hafi verslað mikið,en ég svara auðvita kurteislega og segi að ég geri svona innkaup 1-2 í mánuði, en ekki á hverjum degi  Hafðu það sem best Ragga mín,ég les alltaf færslurnar þínar, en er ekki alltaf dugleg í kvittinu

Katrín Ósk Adamsdóttir, 31.1.2008 kl. 15:11

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Látið þið bara ekki snyrtivöruframleiðendur plata ykkur of mikið.   Ég get ómögulega skilið af hverju maður á að nota dagkrem á daginn og næturkrem á nóttunni.    Eins og húðin hafi hugmynd um hvað klukkan er ?! 

Svo hef ég þá skoðun að fætur manns séu eins og garðurinn... ef maður slær, þá vex það aftur,, hraðar og meira.  Þessvegna hef ég aldrei slegið... nei ég meina rakað á mér fæturna... og er bara frekar kvenleg samt. 

Anna Einarsdóttir, 31.1.2008 kl. 17:25

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Flott færsla Ragga!!

Þetta snýst um að manni líði vel í eigin skinni og sé sáttur við hlutskipti sitt atvinnulega séð og félagslega.

Suma daga er ég í stuði til að eyða næstum klukkutíma í að skvísa mig upp áður en ég fer út með ruslið eða í vinnuna. Hárið, make-up-ið og "átfittið" allt valið vandlega.... Aðra daga þarf ég ekkert nema vatnsgusu á trýnið, gallabuxur, tagl og strigaskó til að takast á við daginn.

Mér getur liðið alveg jafn hæf til að mæta hverju sem er hvort heldur sem það er skvísu - eða tagl-dagur, svo framalega sem ég þarf ekki einhverra hluta vegna að vera skvísuleg þegar mér líður eins og það sé tagldagur :)

Heiða B. Heiðars, 31.1.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband