Vöknuð

og er að hlusta á Jennýu mína. Það er sunnudagur og ég sit með tárin í augunum.

Jenný og Valdís eru að spila lög inn á milli og þær komu með lagið hans Einars Vilbergs ; I love you for a reason. Ekki veit ég hversu oft ég hlustaði á þetta lag eftir að ég missti Himma minn, þetta lag hitti heim í taugarnar á mér.

Einar Vilberg, takk fyrir þetta lag.

Í dag er slæmt veður en samt ekki þannig að ekki sé hægt að fara út, sem betur fer. Ég á eftir að skreppa af bæ í dag. Það er eins gott að verði ekki verra veður en þetta, ég er svo veðurhrædd.

Ég get ekki spáð í Spaugstofuna, sá ekki þáttinn.

En þessi færsla átti bara að vera til heiðurs Einari Vilberg. Ég er lánsöm kona og get svikalaust talið hann vin minn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Velkomin á fætur Ragnheiður mín. Þetta er mjög flott lag, og yndisleg manneskja hún Jenný.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2008 kl. 10:44

2 identicon

Ég er líka vöknuð og sit hérna á náttfötunum og hlusta á Bylgjuna og drekk heitt kakó og raula með Einari Vilberg, voða eru svona sunnudagsmorgnar góðir.  Eigðu góðan dag Ragnheiður mín

Maddý (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 10:50

3 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Æi gaman að þessu. Búin að stilla á Bylgjuna og ætla að hlusta á frú Jenný.

Takk fyrir að minnast á þetta annars hefði ég ekki vitað af þessu viðtali. Eigðu góðan dag Ragnheiður

Björg K. Sigurðardóttir, 27.1.2008 kl. 11:02

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég sit hér á kafi í tölvunni, engillinn var að koma inn til að spyrja hvað ég ætlaði að borða í hádeginu, ha hvað er komið hádegi? Vá hvað tíminn líður, en það er allt í lagi við eigum hann sjálf. En ég vissi ekki af
henni Jenný hjá Valdísi. Hef oft hlustað á. I love you for a reason
yndislega fallegt lag. Ragga mín horfði ekki heldur á spaugstofuna,
en heyrði engilinn aldrei hlæja, svo ekki hefur það verið beysið.
                              Knús á þig elskan

                                  Þín Milla.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2008 kl. 11:49

5 Smámynd: lady

ég hlustaði líka á Valdísi og Jenný er sammála hvað lagið var fallegt,,finnst gaman að hlusta á þennan þátt,eigðu góðan dag í dag Ragnheiður mín kv Ólöf

lady, 27.1.2008 kl. 12:12

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir falleg orð Ragga mín, hann Einar lætur sig ekki muna um að skirfa fyrir þig disk með laginu mín kæra.  Set hann í málið á eftir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2008 kl. 12:57

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

knús inn í óveðursdag, ekki veitir af.

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.1.2008 kl. 13:07

8 Smámynd: Dísa Dóra

já hér var líka hlustað á Jenný með bros á vör og meira að segja húsbandið hló sérstaklega þegar minnst var á að barnið hefði aðeins verið komið að kossunum og snertingum og að augnhárin voru máluð upp í heila

Dísa Dóra, 27.1.2008 kl. 14:22

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég náði að hlusta á seinni helminginn af viðtalinu, skemmtilegt viðtal við flotta konu.

Huld S. Ringsted, 27.1.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband