Samskipti fólks

eru mér hugleikin þessa stundina. Hvað fólk leyfir sér að segja og gera gagnvart öðru fólki af litlu eða engu tilefni. Það eru ekki mörg ár síðan að ég varð vör við það að krakkar söfnuðu liði gegn "óvinum" sínum. Það setti að mér hroll þegar ég varð þess áskynja.

Það muna margir eftir árás nokkurra stúlkna á eina fyrir nokkrum árum. Sú árás skildi fórnarlambið eftir skaðað fyrir lífstíð. Það setti mikinn óhug að samfélaginu vegna þess að um stúlkur var að ræða. Algengari hegðun meðal stráka ? Ja maður spyr sig. Menn hafa vitanlega alltaf slegist. Það er nóg að lesa íslendingasögurnar til að sjá það, höggvandi menn í herðar niður. Það var þá. Í dag hefði maður haldið að mannskepnan hefði þróast eitthvað a.m.k. nóg til að beita vitrænum samræðum í stað ofbeldis. Það er samt ekki að sjá.

Fólk má ekki verða hið minnsta ósammála. Þá er tekið upp á ýmsum leiðum til að klekkja á hinum aðilanum. Hann er ofsóttur símleiðis og jafnvel hótað öllu illu. Stundum svo langt gengið að hóta því að drepa viðkomandi. Hvað er að fólki sem gerir svona ? Ég bara spyr ? Fólk sem leggst svona lágt er til hreinnar skammar, rökþrota bjálfar sem grípa til hótana í stað þess að leysa ágreininginn eins og siðaðar manneskjur. Ef ágreiningurinn verður ekki leystur með góðu þá er farsælla að láta hann þá eiga sig heldur en að fórna mannorðinu fyrir svona bjánalega hegðun.

Nei það var enginn að hóta mér ...það hefur verið gert í gegnum tíðina. Vegna afbrota sona minna og annars rugls sem viðgengst í þeim hópi sem þeir umgengust þá kom það fyrir að reynt var að hóta þeim í gegnum mig. Það bara virkar ekki á mig. Ég harðneita að afhenda einhverjum út í bæ völd yfir mínu lífi og minni líðan. Það bara gerist ekki.

Í flestum tilvikum er sá sem hótar mannleysa, þorir ekki að standa við stóru orðin...ekki þorðu þeir heldur að kynna sig né útskýra sín tengsl við synina. Það var bara röflað útí loftið og blaðran sprakk fljótt þegar þeim var bent á að framkvæma umsvifalaust sínar hótanir, annað væri marklaust bull. Ég sagði Himma aldrei frá þessu. Hann hefði tekið þetta afar nærri sér. Mamman hans var heilög í hans augum og ég vildi ekki að hann gerði einhverja vitleysu útaf mér. Ég er seig, ég bjarga mér alveg.

Nú þegar er ég búin að lifa allan andskotann af og ég bara held áfram að gera það. Núna væri mér þó nokkuð sama þó einhver gerði alvöru úr þessum gömlu hótunum...ég færi þá bara fyrr að hitta Himmann.

Endilega setjið ljós fyrir elsku Gillí, Þórdísi Tinnu,Þuríði Örnu og Himma minn.

Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

TVÖ LJÓS FYRIR FRAMAN MIG Í KVÖLD. Skil þanka þína.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2007 kl. 23:06

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús!

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.10.2007 kl. 23:15

3 identicon

Rosalega góð og þörf færsla hjá þér, ég er einmitt sjálf að díla við svona bjána þessa daganna:(

Inda (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 23:22

4 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Knús til þín og góða nótt

Katrín Ósk Adamsdóttir, 31.10.2007 kl. 23:31

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

<<góða nótt elskan

Kristín Katla Árnadóttir, 31.10.2007 kl. 23:43

6 Smámynd: halkatla

stórkostlegur pistill  takk fyrir hann og góða nótt

halkatla, 31.10.2007 kl. 23:48

7 Smámynd: kidda

Þetta er alveg rétt viðhorf hjá þér, og þú ert þó nokkuð seig

Ekki vildi ég vera mannæta sem þyrfti að éta þig

Góða nótt

kidda, 31.10.2007 kl. 23:52

8 Smámynd: Ragnheiður

Nei segðu...persónulega myndi ég gerast grænmetisæta frekar á staðnum.

Takk elskurnar....og Katla mín nýi bloggvinurinn minn, það er sönn ánægja, þú blíða og góða kona.

Ragnheiður , 31.10.2007 kl. 23:54

9 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Góður pistill hjá þér Ragga ég hef oft hugsað það afhverju þarf að vera svona mikið ofbendi eða hótanir í samskiptum fólks í stað þess að leisa þetta á annan hátt....Takk aftur Ragga og bara eitt að lokum ég var SVO oft hrædd um hann Himma okkar og einhvern sem myndi hóta honum einhvers.

Kveðja Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 1.11.2007 kl. 08:20

10 Smámynd: Fjóla Æ.

Þú ert seig það er satt.

Fjóla Æ., 1.11.2007 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband