Ekki að ræða það !!

Vildi bara koma þessu áleiðis til barnanna minna :-)  

  

  

Amma fæddi eigin barnabörn

mynd
Nýfædd barn í súrefniskassa. MYND/Getty Images

Fimmtíu og eins árs gömul brasilísk kona fæddi tvíbura sem eru hennar eigin barnabörn. Rosinete Serrao var staðgöngumóðir fyrir dóttur sína Claudiu Michelle sem getur ekki átt börn. Tvíburarnir, Antonio Bento og Vitor Gabriel, fæddust heilbrigðir og þurftu enga sérstaka læknisaðstoð. Þetta er fyrsta tilfellið í heiminum þar sem kona gengur með tvíbura sem eru barnabörn hennar.

Börnin eru þegar farin af spítalanum sem þeir fæddust á í Recife í norðausturhluta landsins. Tugir fréttamanna og ljósmyndara biðu fyrir utan sjúkrahúsið eftir að ná myndum af tvíburunum.

Rétt fyrir fæðinguna sagðist Rosinete ekki geta leynt spennu vegna fæðingarinnar og vonaðist til að allt færi vel. Eiginmaður hennar var fullur eftirvæntingar yfir því að verða bæði pabbi og afi á sama tíma.

Fjögur egg foreldranna Claudiu og Antonio de Brito frjóvguðust. Þeim var komið fyrir í legi móður Claudiu í janúar. Brasilísk lög leyfa einungis nánum ættingjum að verða staðgöngumæður. Claudia á enga systur og bað því móður sína. Þrátt fyrir áhættuna af því að fæða börn á hennar aldri hikaði Rosinete ekki.

Fæðingarlæknirinn sagði að um væri að ræða fyrsta tilfelli í heiminum þar sem kona gengi með tvíbura sem væru einnig barnabörn hennar. Fjölskyldan fagnaði því hversu vel gekk úr biðsal þar sem hún fylgdist með fæðingunni af skjá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Frábært!!! Góð kona að gera þetta fyrir dóttur sína.

Guðríður Haraldsdóttir, 30.9.2007 kl. 16:45

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.9.2007 kl. 18:02

3 Smámynd: Solla

Jújú mamma láttu ekki svona, þú getur þetta alveg. Please

Solla, 30.9.2007 kl. 18:53

4 Smámynd: Solla

HEHE DJÓK

Solla, 30.9.2007 kl. 18:54

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur þetta er náttúrlega spurning um, hvað maður er orðin gamall eða er það ekki annars

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.9.2007 kl. 18:54

6 Smámynd: Ragnheiður

Já það er satt...ég er 104 ára og það þýðir ekki að biðja mig um svona basl

Ragnheiður , 30.9.2007 kl. 19:23

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Frábært þetta.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.9.2007 kl. 19:58

8 Smámynd: Halla Rut

En fallegt. Gott að eiga góða mömmu.

Halla Rut , 30.9.2007 kl. 20:02

9 Smámynd: Halla Rut

Vil bæta við "góða mömmu" eins og þú ert.

Halla Rut , 30.9.2007 kl. 20:15

10 Smámynd: Halla Rut

Og vil líka bæta við:::: Ég hef á tilfinningunni því ég hef lesið sögu þína að þú mundir einmitt gera þetta fyrir dóttur þína ef hún gæti ekki eignast börn... en það er bara mín tilfinning.

Halla Rut , 30.9.2007 kl. 20:16

11 Smámynd: Ragnheiður

 bauð nú einu sinni systur minni (þegar ég var búin að eiga mín börn) að skera úr mér það sem bilað var í henni svo henni tækist að eiga barn. Sem betur fer náðu læknarnir að aðstoða hana við að eignast 2 stráka..

Takk Halla mín, þetta ver fallega sagt

Ragnheiður , 30.9.2007 kl. 20:30

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei, ég er 55 hlýt að vera sloppin

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2007 kl. 20:36

13 identicon

Knús í krús :o)

 

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband