vegurinn heim

hefur ekki verið sá skemmtilegasti undanfarið. Hann var lokaður alveg einn dagspart en við ræflarnir komumst til Hafnarfjarðar og þaðan til Reykjavíkur.

Hér standa yfir framkvæmdir og mótmæli. Kofinn og vinnusvæðið hjá IAV hangir utan í blindhæðinni við Garðaholt. Frekar vondur staður og ég veit ekki alveg hvað réði þeirri staðsetningu.

Það er eins gott að aka varlega um vinnusvæðið, það er annars hætta á að maður aki yfir IAV kall, mótmælanda eða álf í búferlaflutningum.

Það er ekki nokkur leið að sleppa með hreinan bílinn heiman og heim.

Þetta er bara svona.

Ég lenti á kjaftatörn við gamlan mann í gær. Á gangstéttabrún við Hverfisgötu. Hann horfði alveg með áhyggjusvip ofan í gríðarstóra holu.

Þetta verður allt fínt þegar þetta verður búið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband