Sumir strengja áramótaheit

en ég læt duga að setjast og íhuga aðeins liðið ár. Ég fer aldrei á brennur né skýt upp flugeldum, mér leiðast lætin í þessu eins og honum Kela mínum sem þarf að fá lyf til að hjálpa honum yfir þessa nýársnótt. Í nótt sem leið þá vöknuðum við, ég og hann, við að einhver var að sprengja tvær bombur hér úti í mínu annars friðsæla hverfi. Ég fór pirruð út í glugga og Keli ræfillinn vældi frammi, hræddur. Sem betur fer urðu ekki nein frekari læti og við sofnuðum aftur. Hér er nýr meðlimur í fjölskyldunni, við erum öll að kynnast honum. Hann er fæddur 14 október sl og er af kattartegund, Maine Coon nánar tiltekið. Þegar ég varð fimmtug í haust þá komst ég að því að mig langaði bara ekki í nokkurn skapaðan hlut nema svona kisu. Samt vantaði mig alls ekki kisu. Ég á 3 aðra kisa. En nú koma ekki neinir fleiri þó einhverjir falli frá. Þessi litli er skemmtilegur gaur. Hann hvæsir á Vask en er miklu minna hræddur við ljúflinginn Kela.

Kettir hafa mismunandi skoðanir á honum. Tumi næstum lék við hann áðan. Rómeó skammar hann og rekur burt en Doddi þykist ekki sjá hann.

Árið mitt var eins og önnur ár. Uppfullt af vinnu, tímaleysi og mismunandi heilsuleysi...en eftirsjáin og sorgin eftir að hafa misst Himma vegur þyngst. Við fórum aðeins í sorgarhóp en mér fannst það ekki hjálpa mér - dró frekar úr mér kjarkinn og það vantar mig ekki. Ég fækkaði hjá mér á FB og þarf að gera betur, nota það nú mest til að leika mér bara...en ég reyni að hafa ekki inn á hjá mér fólk sem er með endalausa sleggjudóma eða orðljótt. Lífið mitt er of stutt fyrir svoleiðis. Eftir að ég greindist með þetta auka lungnavesen þá varð mér ljóst að þar með var klippt hraustlega aftan af lífinu mínu. Það var nokkuð sérstök upplifun. Smá skelfileg meira að segja en ..sé það yfirleitt hægt þá mun ég þá bara hitta Himma og mömmu aftur fyrr en ég bjóst við :) Þeir sem eftir verða hérna megin koma svo bara smátt og smátt í áfangastað.

 

Stundum þarf ég að setjast og skoða vandlega mál sem ég þykist ætla að hafa skoðun

á . Stundum skortir mig skilning og stundum víðsýni. Sumt skilur maður heldur ekki almennilega nema hafa lent í því. Ég hef samt náð mun meiri skilningi á mörgu síðan ég missti hann Himma minn en sá skilningur var of dýru verði keyptur. Kannski hefði bara verið betra að vera áfram þröngsýnn as** !

 

Ég strengdi engin heit frekar en árin á undan, ég faldi mig inni heima með dýrunum mínum. Kynti húsið af kappi til að forða að reykurinn kæmi hér inn. Fór svo seint og um síðir út að vinna og leið illa lengi framan af þeirri vaktinni. Það hefði mátt vera aðeins meira rok fyrir minn smekk.

 

Gleðilegt ár 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég strengi engin heit heldur. Mér leiðast líka lætin sem  fylgja skotunum í dag en ég fer þó alltaf út á gamlársvöld að fylgjast með Ég er ekki með dýr. Ég skil vel hvað þú ert að segja um að verða viðsýnari við missinn en það sé of dýru verði keypt. Þar er ég sammála.  Elsku Ragga mín. Gleðilegt ár og þakka þér fyrir öll góðu skrifin þín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.1.2013 kl. 16:41

2 Smámynd: Ragnheiður

Takk elsku Jórunn mín og takk fyrir allt gott á árinu sem var að líða

Ragnheiður , 7.1.2013 kl. 16:44

3 Smámynd: Kristín Eva Þórhallsdóttir

Gleðilegt nýtt àr ragga mìn.

Knùs til þìn :)

Kristín Eva Þórhallsdóttir, 7.1.2013 kl. 16:55

4 Smámynd: Ragnheiður

Gleðilegt ár Kristín mín og takk fyrir gamla (gömlu) árin öll

Ragnheiður , 7.1.2013 kl. 17:42

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gleðilegt ár ljúfust ♥

Hrönn Sigurðardóttir, 7.1.2013 kl. 19:04

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðilegt ár Ragga mín og megi 2013 verða þér gott og gjöfult. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2013 kl. 13:20

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gleðilegt ár elsku vina, gangi þér vel á nýju ári 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.1.2013 kl. 19:40

8 identicon

Gott nytt àr mìn kæra

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2013 kl. 09:25

9 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Gleðilegt ár Ragga mín

Guðrún unnur þórsdóttir, 9.1.2013 kl. 20:19

10 Smámynd: Ragnheiður

Gleðilegt ár elskurnar

Ragnheiður , 10.1.2013 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband