Yfirdús ?

Overdose :)

Eða eitthvað svoleiðis ..loksins loksins er ég orðin sæmilega hamingjusöm. Það var samt árans verra að að viðurkenna það. Það er áreiðanlega bannað að vera hamingjusamur eftir að maður hefur misst barnið sitt.

Gleði mín eru krakkarnir sem ég á lifandi. Þau eru svooo frábær og eru að gera góða hluti. Sólin mín útskrifaðist í vor - svo dugleg. Þau eru bara æði.

Við höfum ekki haft tækifæri til að fara neitt í sumar...ég er að farast úr ferðafiðringi. Steinar er að ferðast og er þar með ekki með hann haha..

Mér bauð við málflutningi manna í kringum kosningarnar. Ég held að mesta böl frambjóðenda sé stuðningsmannaskríllinn. Ég er náttúrlega á FB eins og allir hinir í heiminum og þar faldi ég fólk unnvörpum í fréttaveitunni. Ég tek svo nærri mér svona umtal, ég virðist bara ekki ná að gera mér skráp fyrir þessu. Sama var hérna, ég bara gat ekki lesið blogg á Moggabloggi. Þvílíkur vibbi.

En núna er þessu lokið. Búið að velja sigurvegarann.

Næstu kosningar koma svo..og þá gerist ég aftur strútur og fæ sand í augun :)

Hef lagað hér stillingarnar og nú er auðvelt að skrifa athugasemdir :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndilegt að þú fannst hamingjuna aftur Ragga mín. Eða fann hún þig? ♥

Hrönn Sigurðardóttir, 21.7.2012 kl. 15:26

2 Smámynd: Ragnheiður

Hún stóð hér róleg og beið :)

Ragnheiður , 21.7.2012 kl. 16:11

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Velkomin tilbaka Ragga mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2012 kl. 17:40

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elskuleg mín mikið er gott að heyra þetta.  Þú ert hetja og verður það alltaf í mínum augum

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.7.2012 kl. 19:15

5 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

það er gott að þú ert haminjusöm Ragga mín þú ert ein af mínum hetjum

Guðrún unnur þórsdóttir, 31.7.2012 kl. 23:53

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Elsku Ragga min. Ég kíkti á bloggið, geri það afar sjaldan og þessi færsla gladdii mig. Auðvitað hefur þú fullan rétt á að vera hamingjusöm. Til hamiggju með hana sólina þína og að börnunum gangi svona vel. Þegar þeim gengur vel, líður okkur líka vel. Ég gleðst með þér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.8.2012 kl. 18:52

7 Smámynd: Ragnheiður

Takk elskurnar mínar , þið eruð svo miklar gersemar allar :)

Ragnheiður , 2.8.2012 kl. 21:22

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að heyra af þér svona góðar fréttir yndið mitt, ég hugsa alltaf sérstaklega mikið til þín þessa daga í ágúst fram að andlátinu hans Himma þíns, vona að það sendi þér einhvern styrk. Knús og faðmlög og þó ég hafi ekki drifið mig til þín enn, þá kemur að því :) þetta hljómar næstum því eins og hótun :) knús í hús elsku mús.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2012 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband