Mannlegt eðli

er og verður samt við sig. Fólk sem lærir einhverntímann að stjórna öðrum með fýlu og skapsveiflum virðist seint læra að láta af þeim sið. Miklu betri og hreinskiptari samskipti eru að segja fólki einfaldlega hvað er að og reyna að leysa málið. Svo eru þverhausar eins og ég - ég neita að láta stjórna mér svona. Fólk gerir það bara upp við sig sjálft hvort það vill hanga í fýlunni. Verði því þá bara að því.

Það er auðvitað ástæða fyrir þessu rausi í mér en ég fer nú ekkert nánar í saumana á því. Þetta hefur alla tíð verið þekkt í móðurættinni - hryllileg þvermóðska, dramatík og fórnarlambsstælar.

Ég er ekkert fórnarlamb. Ég geri eins vel og ég get við þær aðstæður sem uppi eru. Dugi það hinsvegar ekki þá reyndi ég þó og ég sný mér að næsta verkefni.

Sumir fá endalausa ánægju út úr því að níða aðra niður og reyna að brjóta þá á bak aftur. Það er miklu skemmtilegra að hrósa og lyfta umræðunni á hærra plan.

Enn og aftur sannast hið fornkveðna, lengi má manninn reyna.

Maður velur sér vini en ekki fjölskyldumeðlimi. Suma þeirra væri betra að vera geta strokað út eða teiknað þá aftur inn í annarra manna líf. Kannski að þeir virki þar ?

Ég er auðvitað á facebook eins og allir aðrir. Nú í aðdraganda forsetakosninga þá fel ég sífellt fleiri í fréttaveitunni haha...ég verð laglega þolinmóð þegar kemur að næstu alþingiskosningum haha...ekki þar fyrir, búin að gera upp hug minn á báðum vígstöðvum :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vona að þetta leysist allt mín kæra.  Það er mikið rétt við veljum okkur ekki ættingja en við getum valið vini.  Þó eru til manneskjur sem velja að vera einatt að reyna að komast að manni.  Það getur verið erfitt líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2012 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband