Hugleiðing

Í næturhúmi sit ég hér og renni yfir bloggvinina mína og sé að það hafa orðið sorgaratburðir í lífi og tilveru eins þeirra. Kona hefur látist, kona sem barist hefur miklu lengur en stætt var við erfiða fíkn - baráttu sem svo margir há en enginn vill í raun sjá.

Góðborgarar jesúsa sig, stjórnvöld sjá ekkert. Öðru hvoru kemur fram einhver sem virðist vilja vel og tekur að sér forystu í þessum málum. Fólk hefst handa uppnumið af eldmóði en gengur sífellt á veggi. Það hefur enginn áhuga á að hjálpa til.

Fíklarnir og drykkjusjúklingarnir eru manneskjur eins og við hin, þau hafa ekki stjórn á sínum aðstæðum nema með aðstoð. Sum þeirra ná að krafla sig aftur upp á bakkann, önnur ekki. Þau enda í kirkjugörðum landsins, fyrir aldur fram.

Við sem höfum staðið í þessum sporum vitum að á meðan það er líf þá er von.

Þess vegna er höggið svo þungt - vonin deyr með miklum hvelli.

Krakkar verða foreldralausir, foreldrar missa börnin sín - ef um aðra orsök væri að ræða þá væru hugsanlega lausnir og leiðir til að hjálpa, þa fíklunum til að byrja með. Fjölskyldunum þá seinna - þegar andlát hefur borið að.

Æ við erum lítil þjóð og við ættum að láta af því að kalla hvert annað fífl í kommentakerfi DV. Stöndum heldur saman, það er betra þegar róið er í eina átt heldur en í allar áttir í einu.

ÉG er þreytt og þetta skilst kannski ekki.

(Opið fyrir komment en þau eru ritskoðuð)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þennan pistil Ragnheiður mín, svo satt og svo sorglegt hvernig farið er með öðruvísi börnin okkar. Vona ég svo sannarlega að yfirvöld vakni og skilji að það er komið nóg, hingað og ekki lengra.  Hér þarf virkilega að grípa inn í og stöðva þetta ástand.  Það þýðir ekki að segja að peningar séu ekki til, þeir eru til þegar um gæluverkefni er að ræða, og það er dýrt að hafa þetta ólánssama fólk hjálparlaust á götunni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2012 kl. 12:38

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég skil þig vel. Lífið er oft miklu erfiðara en við viljum, skrítið hvað við virðumst engu fá um ráðið, mér finnst við svo góðar stelpur allar þrjár sem erum hér að spjalla, sorgir okkar hafa þó verið meiri en margra, en kannski erum við útvaldar til að tækla erfið mál, það geta ekki allir staðið í svoleiðis knús á ykkur báðar kæru vinkonur

Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2012 kl. 12:09

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég vissi ekkert um þennan atburð sem þú talar um Ragga mín en hvert orð sem þú segir hittir mig í hjartastað og er rétt. við megum engan missa og fíklar eru oft velgefið fólk sem mikið er varið í. Get ekkert sagt af viti í þessu máli. Þú þarft ekkert að birta þetta frekar en þú vilt ég vil bara að þú vitir að ég las þetta.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.5.2012 kl. 19:33

4 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 8.5.2012 kl. 19:46

5 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Veistu, ég er kannski fáfróð en ég hef aldrei getað skilið af hverju þetta þarf að vera vandamál. Það getur ekki verið svo mikið af fólki í þessari stöðu að það sé ekki hægt að hjálpa því. Þetta er bara spurning um viðhorf og ekkert annað. Alveg eins og Ásthildur segir, það er ódýrara að hjálpa þessu fólki en að hafa það á götunni.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 9.5.2012 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband