Kastljósið og Landhelgisgæslan

Þegar ég var krakki þá stóðu þorskastríðin yfir við bretana. Okkar menn voru sko hetjurnar okkar krakkanna og áreiðanlega margra fullorðinna líka. Ég las allar frásagnir og fréttir af átökunum á miðunum. Horfði á fréttirnar og hélt sumpart fyrir augun þegar freigáturnar siglu á varðskipin okkar. Var reið við bretana og fannst þeir vandræðaþjóð.
Enn finnst mér Landhelgisgæslan flottust. En þá kemur að því sem ég er að hugleiða. Við erum búin að fá þetta flotta nýja varðskip, ég á reyndar eftir að skoða það persónulega. En þá er fjárskortur að plaga gæsluna þannig að þeir eru meira og minna með tækin sín í leigu annarsstaðar í heiminum. Mér finnst þetta ekki ná nokkurri einustu átt. Þurfum við ekki að hafa þessi tæki hérna ? Og ef ekki, afhverju eru þau þá ekki seld ?

Viðtal Kastljóssins í gær varpaði ljósi á hörmulegt sjóslys. Eiríkur sagði frá þessu og er í mínum huga þvílík hetja og jaxl. Slík slys geta gerst hér við land og hvað þá ? Á gæslan að koma askvaðandi, siglandi í næsta þvottabala ?

Virðum líf sjómannanna okkar.

Fjármögnum Landhelgisgæsluna !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta nýja skip hefur verið bilað frá upphafi, endalaust.  Önnur þyrlan biluð hin lánuð til ESB.  Sjómennirnir okkar eins og fleiri settir aftur fyrir allt, sérstaklega dekrið við ESB: 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2012 kl. 17:43

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það segi ég með þér Ragga mín, það sem maður leit upp til þessara karla. Óskiljanlegt þetta fjársvelti gæslunnar og lögreglunnar yfirleitt.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 2.2.2012 kl. 18:28

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Við höfum víst ekki efni á því að reka Landhelgisgæsluna, starfsmenn hennar, tæki og tól hafa verið til leigu fyrir önnur lönd.  Nýja skipið er gallað og þarf að fara til útlanda í margar vikur til viðgerða. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.2.2012 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband