Allir eins, alltaf ?

Það virðist vera það sem fólk álítur. Ég hef undanfarið verið að velta þessu fyrir mér og þá mest útfrá mínum eigin bæjardyrum.

Nú er ég til dæmis ekki mikið fyrir fólk - er svona mannafæla og á í verulegu basli með að treysta fólki. Sumir sjá þetta sem galla en ég held að það sé ekki málið. Ef hver einasta manneskja væri eins þá væri verulega leiðinlegt að vera til - haldið þið það ekki ?

Nú hef ég ákveðið að láta fólk bara fara annað með nöldur, skammir og kvartanir. Ég get ekki frekar en aðrir, breytt því sem fortíðin geymir og á að geyma. Ég hef ekkert verið lagin við samskipti við fólk, hvorki mitt nánasta né aðra. En fólk, ég er einfaldlega svona og ef fólk þolir það alls ekki þá þolir það mig alls ekki.

Ég held að fólk hafi sumt horft einum of mikið á amrískar sápu-grenjumyndir, þar sem allt endar svo gasalega vel. Lífið er ekki þannig. Lífið er tík sem virðist hafa það eitt á áætlun að bíta þig í hælana, þegar þú síst býst við því þá kemur bitið.

Alla æfi er lífið að móta einstaklinginn. Uppeldi og aðstæðurnar móta mann fyrst. Eðli manns spilar svo undirtóninn í hvernig maður bregst við sínum aðstæðum. Allskonar atvik verða æfina út - sum ræður maður við en önnur ekki.

Sumt kann maður en annað ekki.

 Lykilorðið í þessu er líklega umburðarlyndi. Fólk þarf að sætta sig við annað fólk en ekki sífellt reyna að breyta því. Það eiga ekki allir að vera eins - hvorki í útliti né öðru.

Ég er alveg þokkalega kát þessa dagana - eða sko, já með því að horfa ekki á dagatalið.

Hérna kemur svo lag sem passar við þessar hugleiðingar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband