Það er alveg sama !

Hvernig ég hugsa það í bráð og lengd. Það getur einfaldlega ekki borgað sig að skera sjúkrahúsþjónustu niður úti um landið eins og er verið að gera ! Fólk þarf ákveðna þjónustu í sínum heimabyggðum, ákveðna nærþjónustu sem er ekki hægt að veita svo vel sé úr mikilli fjarlægð.

Við getum bara ekki samþykkt svona. Hefur ríkisstjórnin eða ráðuneytisstjórarnir aldrei komið út á land ? Áttar þetta fólk sig ekki á vegalengdum hér á Íslandi ? Í vetrarfærð ? Það er nánast aldrei orðið snjór hér sunnan heiða - það er kannski viðmiðun þessa fólks ?

En eitt enn ætlaði ég að nefna. Niðurskurðarkrafan á Landspítalann hefur alltaf verið há og aldrei hefur hún náðst almennilega. Nýi forstjórinn náði henni án þess að það bitnaði á þjónustunni. Flottur árangur. Nei þá er spítalanum rétt enn þrengra belti að troða sér í.

Burtu með sendiráð og annað dýrt pjatt erlendis. Það hlýtur að duga okkur að vera með ræðismenn sem eru hvort sem er búandi í viðkomandi löndum. Við höfum ekki efni á þessum flottræfilshætti á meðan við getum ekki rekið sjúkrahús úti um landið eins og verið hefur.


mbl.is Ætla að loka legudeild HSA á Vopnafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður er bara slegin yfir svona fréttum og ég trúi því ekki (sem brottfluttur) Vopnfirðingur að þetta verði liðið. Fæ bara tár í augun af því að hugsa til eldra fólksins sem liggur þarna og ég hef þekkt alla mína ævi.

Sigurveig (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 17:35

2 identicon

Ótrúleg svívirða og til skammar.Vanvirðing við þá 11 sem þarna búa.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 17:57

3 Smámynd: Kidda

Mikið er ég sammála þér með að það væri nær að loka sendiráðum og vera frekar með ræðismenn. Þeim peningum er miklu nær að nota til að forðast að skera niður í heilbrigðismálum á landsbyggðinni. Þar ríkir ekki svona veðurfar eins og hérna á höfuðborgarsvæðinu yfir veturinn. Landsbyggðin hefur örugglega skilað það miklu í þjóðabúið að landsbyggðin eigi það inni að ekki verði skert við þessum málaflokki.

Fór til læknis á Landsspítalanum í gær og þar er sparað meðal annars með því að læknar nýta pappírinn til að skera niður í smáblöð til að skrifa niður hvenær sjúklingurinn á að koma næst. Kannski gæti hið opinbera tekið upp þennan sparnað hjá sér

Kidda, 29.10.2010 kl. 18:16

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég er ekki alveg sammála þessum söng um sendiráðin. Þó ugglaust geti þau einhvers staðar verið í ódýrara húsnæði. En ég tel mikilsvert fyrir okkur að hafa þau, bæði frá viðskipalegu og menningarlegu sjónarmiði. En allt bruðlið í kringum svokallaðar samningaviðræður við ESB og ýmislegt í sambandi við ráðuneytin hér heima fyrir -- held ég þyldi að fá aðeins að bragða á kutanum!

Ómerkilegt að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur -- sjúka og aldraða.

Sigurður Hreiðar, 29.10.2010 kl. 23:23

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Dóttir mín og barnabarn sem búa á Sauðárkróki þurfa víst að sækja sjúkrahúsþjónustu til Akureyrar eftir niðurskurðinn.  Það verður eins og hálfs tíma akstur á næsta sjúkrahús fyrir þau.  Það er eins gott að enginn veikist hastarlega....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.10.2010 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband