Æfintýri á gönguför

Ég hef aldrei séð eldgos öðruvísi en í sjónvarpinu og mig langaði nú að bæta úr því. Steinar var að vinna um helgina en í gærkvöldi ákváðum við að skella okkur austur í myrkrinu og sjá eldgos. Hann aldrei séð svoleiðis heldur.... hér kemur þá ferðasagan.

Það var nokkuð hvasst í innkeyrslunni þegar ég rogaðist út með stóra trefilinn, prjónana og eitthvað smádótarí (nammi) he hemm...

Við tókum olíu á gráa Bensann og ókum af stað austur. Við litlu kaffistofuna sýndi mælirinn mínus 8. Mjóróma rödd í farþegasætinu sagði ásakandi ; Sko! ég sagði þér það áðan, þetta VAR snjókorn!! Þrautþjálfaður bílstjórinn sagði ekki neitt. Treflahrúgan jafnaði sig tiltölulega fljótt (gleymdi þessu) Við ákváðum að fara þrengsli, farþeginn hafði heyrt að þar einhversstaðar í brekku sæist glitta í eldgosið. Í Þrengslunum hringdi "eldfjallasérfræðingur" heimilisins og gaf bifreiðastjóra góð ráð um hvar hann sæi gos án þess að draga treflahrúguna langar leiðir.

Birtan úti var flott, fullt tungl ...

Við tókum svo aðeins lykkju á leið okkar, ég hef svo voðalega lítið gaman að því að sjá Litla Hraun. Mér er hlíft við því af bifreiðastjóranum mínum.

Í Hveragerði var 6 stiga frost. Hrollur bara

Við mættum allskonar sér útbúnum jeppum, stórum rútum og allskonar farartækjum sem ferðaþjónustan íslenska á. Það söng í malbikinu þegar stóru stóru dekkin keyrðu eftir því.

Ég horfði á hús eitt á Selfossi og hugsaði hjartanlega fallega til íbúans þar en mundi svo að ég ætti að þekkja einhvern sem bjó í þessu húsi áður...þarf að spyrja hana um fyrri eiganda.

Þegar hér er komið sögu hafði farþeginn staðið sig ótrúlega vel. Ræfillinn er nefnilega til vandræða bílhræddur og á til að hrökkva við af ótrúlegustu atburðum. Stundum dáist ég að umburðarlyndi bílstjórans ! Að hann skilji mann ekki eftir...

Rétt austan við Selfoss þá mættum við langri bílalest..hún er rétt farin hjá þá hringir síminn hans Steinars. Greinilega einhver rútukall þar á ferð sem hann þekkir og þeir spjalla eitthvað saman. Steinar fær ráð um hvar hann kemst að þessu og svona. En svo segir hann ; nei ég er bara að fara með G Ö M L U !!! HNUSS....!

Innst í Fljótshlíð er vegurinn bara búinn, við tekur rykugur malarvegur. Ekki alveg það heppilegasta fyrir astmakellinguna en ....þá vorum við búin að sjá bjarmann frá gosinu á góðan tíma. Við ökum þarna áfram, ekki farið sérlega hratt yfir enda við á drossíu en ekki jeppa.

Við förum í taugarnar á  ökumanni Opel Zafira og hann spýtist fram úr og við sárfundum til með bílnum hans. Stuttu seinna komum við að vaði, þar aka jepparnir varlega yfir en þetta virðist ekki vera svo djúpt. "vinur" okkar á Opelnum lætur sig vaða yfir og þegar við sjáum að hann kemst þá læðust við yfir á bens. Það gekk glimrandi. Við ökum þarna inn að gosstöðvum á grófum og andstyggilegum slóða. Bensinn Grámann í Garðshorni alveg hissa á þessum ósköpum og hristi bara stjörnuna. Eftir nokkra stund - ekki langa vegalengd samt- þá sjáum við skilti þar sem allur akstur er bannaður, þar fyrir innan eru fleiri vöð og lækir og nú ákváðum við að hlífa Grámanni. Steinar bakkar þarna upp í hlíðina og við tökum upp sitthvorn kíkirinn...

Það er algerlega frábært að sjá eldgos !! Við sátum þarna lengi alveg dolfallin og horfðum á. Eina truflunin var þegar jepparnir fóru framhjá okkur. Þeim fannst greinilega ekki beinlínis varið í að sjá Bens leigubíl -fólksbíl- þarna lengst inn á eyrunum.

Ferðasöguna hripaði ég niður í stikkorðum á leiðinni.

Síðasta orðið sem ég skrifa í hana er : MAGNAÐ!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 29.3.2010 kl. 12:07

2 Smámynd: Kidda

Mínir menn fara allir á miðvikudaginn á jeppum að ég held um Sólheimajökul. Ég þori ekki með, en langar samt alveg ofboðslega að komast að gosstöðvunum. Hefði viljað kannski sitja á einhverjum sleðanum

Vona bara að gosið hætti ekki alveg strax en Þórsmörk sleppi samt alveg.

Knús og klús

Kidda, 29.3.2010 kl. 13:57

3 identicon

HAHAHA þú ert yndisleg. Ég fór einmitt líka í gærkvöldi. En frábært að þú skemmtir þig vel.

Christine Einarsson (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 14:57

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Skemmtileg frásögn, að vanda, systir :)

Kristján Hilmarsson, 30.3.2010 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband