Mikið bras

sem endar þá kannski með þrasi. Þannig er að við keyptum sturtuklefa í ágúst s.l. -fordýran fjanda en alveg dásamlega sturtu. Ekki hefur þó græjan gengið alveg áfallalaust svosem en ekkert stórbilað hefur svosem gerst.

Listinn yfir bilanir er þessi :

Niðurfallsrennsli ekki sérlega gott, skilst að það sé vegna þess að barkinn undir er ss gormabarki. Þetta hefur ekki gert mikið til, maður bara fylgist með og Steinar hefur látið renna af krafti í gegnum rörið til að hreinsa.

Handsturtuhausinn bilaði og við keyptum nýjan. Það kostaði bara 3-4 þúsund samt

Tvisvar núna hefur snúningstakkinn verið stirður en hann hefur þó gefið sig en þetta eru vísbendingar um bilun.

En í dag tók nú steininn úr. Steinar vann í nótt og svaf í dag. Enginn gekk um heima -baðherbergið lokað og svona. Steinar skrapp svo á klóið og kom fram ...við verðum að fara í sturtu í ræktinni. Ha segi ég. Við förum nebblega alltaf heim í sturtu. Þá var sprunga í hliðinni á klefanum og nokkur brot hrunin inn í botninn.

Búðin sem seldi okkur þetta átti ekki til nýja hlið. Vísuðu bara vandræðaleg á eigandann sem kemur ekki til landssins fyrr en eftir páska. Þeim datt ekki í hug að taka hlið úr óseldum klefa né vísa okkur á einhvern sem gæti sérskorið þetta herta gler sem þarf í þetta.

Við ætlum að reyna að redda þessu til bráðabirgða en það er ekki auðvelt heldur. Þetta er vel kíttaður rammi og glerbrotin eru hreinlega föst í þessu !! Þetta er algjört klúður.

Píparinn minn varaði okkur við þessum klefum en því miður ekki fyrr en við höfðum þegar keypt hann. Næst spyr ég hann áður ..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

En þið óheppin að kaupa svona bilanagjarnan sturtuklefa. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.3.2010 kl. 01:00

2 Smámynd: Kidda

Glerið hefur verið gallað, bara verið spurning hvenær það myndi springa. ÞAð hefur verið "stress" í glerinu.

Vona að þið fáið klefann bættann að fullu. 

Knús og klús

Kidda, 27.3.2010 kl. 09:09

3 identicon

Ef þið hafið keypt klefann í innréttingar og tæki, þá fáið þið ekkert frá þeim. Ég keypti klefa hjá þeim og það sprakk glerið og eigandinn sagði við mig að ég hafi broti hann sjálf.

alfy (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 22:12

4 Smámynd: Ragnheiður

Alfy

þetta fer í gegnum heimilistrygginguna, ég mun vísast ekki þurfa eigandann af búðinni til neins nema fá varahluti hjá honum.

Þetta skýrist allt eftir páskana

Ragnheiður , 2.4.2010 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband