hætt að nenna

að horfa á þingið og það allt en það eru engar nýjar fréttir.

En nýju fréttirnar eru að hér er komin kisa til prufu. Solla mín bjargaði litlum kisustrák úr sýningarkassa í dýrabúð. Hún kom með hann til mín og sýndi mér hann. Lítill vesældarlegan gráan kettling, grindhoraðan og nánast hreyfingarlausan, aldrei séð svona druslulegan kettling. Hún fór svo með hann heim til sín og hefur haft hann í svona 6 vikur. Þá tók við að venja saman Hilmar Reyni og litla kisann, Rebba. Það gekk ekki sérlega vel. Hilmar er nýlega greindur á einhverfurófi og gengur ekki sérlega vel að skilja orsök og afleiðingu plús það að hann er bara tveggja ára. Rebbi hefur verið teygður og togaður, þrælað í klóið og bara lent í allskonar hremmingum. Hilmar allur útklóraður enda kisi átt verulega undir högg að sækja í þessu sambandi. Það endaði með að Solla gafst upp og kisi er fluttur hingað. Rómeó og Tumi eru hreint ekki hamingjusamir með þessa viðbót og Tumi gaular á hann. Rómi hvæsir og slær þann litla í hausinn, bara svipað og hann gerði við TumaTígur þegar hann kom. Nú er bara að sjá hvernig fer.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Rómeó og Tumi verða hamingjusamir aftur.  Vittu til.  Hér hef ég þurft að aðlaga 8 ketti og það tók tíma..... en tókst.  Depill minn,  kattarhöfðinginn, hvæsti á hvern og einn einasta þeirra til að byrja með.  Hann gekk hér um eins og ljón.  Síðan liðu vikurnar og nú mega þeir kúra í sama rúmi og hann og Depill liggur bara sæll og glaður og lætur sem hann taki ekki eftir þeim. 

Mynd af "druslunni" við tækifæri, takk.   

Anna Einarsdóttir, 23.3.2010 kl. 20:18

2 Smámynd: Ragnheiður

Já hehe reyni að ná mynd af honum á eftir. Hann var nánast dauður þegar Solla mín tók hann að sér og hann er fínn núna, eins og eðlilegur kettlingur bara - glaður og leikur

Ragnheiður , 23.3.2010 kl. 20:39

3 Smámynd: Kidda

Til hamingju með nýja heimilisköttinn Þeir verða allir orðnir bestu vinir eftir smá tíma. En er ekki aðeins farið að halla á Kela greyjið, þarf ekki að fara að jafna aðeins fjöldann af mjáum og voffum

Knús og klús

Kidda, 23.3.2010 kl. 22:16

4 Smámynd: Ragnheiður

Nei nú tek ég ekki fleiri dýr að mér NO WAY !!!

Kelmundur verður alveg sáttur við þennan, þessi litli þarf bara að hætta að hvæsa á hann og þá er Kela sama um hann

Ragnheiður , 23.3.2010 kl. 22:39

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þú ert þá komin með sama fjölda og ég einn hund og þrjá ketti

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.3.2010 kl. 00:21

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til lukku með kisukjánann þinn Ragnheiður mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2010 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband