Dvalið í skuggasundum

er val hvers og eins. Oft má ég beita mig hörðu að vera ekki þar, en stundum velur fólk að vera þar.

Það móðgast við mann og vill bara vera móðgað þó að í raun sé ekkert beint til að vera móðgað yfir. Það heldur að maður hafi sagt eitthvað eða gert eitthvað en vill svo alls ekki tala við mann um málið til að koma hlutunum á hreint.

 

Það er spes.

 

Og hvað gerir maður ?  Ekkert, það er ekkert hægt að gera þegar fólk vill ekki hafa neitt með mann að gera. Stundum bitnar það svo á algerum sakleysingjum sem ekkert hafa til saka unnið og hvergi nærri komið. 

En mikið væri gott að fólk hefði rænu á að troða sökinni þangað sem hún á heima en ekki bara á næsta mann orðalaust.

 


vegurinn heim

hefur ekki verið sá skemmtilegasti undanfarið. Hann var lokaður alveg einn dagspart en við ræflarnir komumst til Hafnarfjarðar og þaðan til Reykjavíkur.

Hér standa yfir framkvæmdir og mótmæli. Kofinn og vinnusvæðið hjá IAV hangir utan í blindhæðinni við Garðaholt. Frekar vondur staður og ég veit ekki alveg hvað réði þeirri staðsetningu.

Það er eins gott að aka varlega um vinnusvæðið, það er annars hætta á að maður aki yfir IAV kall, mótmælanda eða álf í búferlaflutningum.

Það er ekki nokkur leið að sleppa með hreinan bílinn heiman og heim.

Þetta er bara svona.

Ég lenti á kjaftatörn við gamlan mann í gær. Á gangstéttabrún við Hverfisgötu. Hann horfði alveg með áhyggjusvip ofan í gríðarstóra holu.

Þetta verður allt fínt þegar þetta verður búið. 


Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna

Hann er í dag.

Ég hafði ekki hugmynd um að slíkur dagur væri til þar til sonur minn fyrirfór sér fyrir 6 árum. Ég vissi nánast ekkert um sjálfsvíg, hafði ekki leitt hugann að því.

Ég vissi ekki að ég sem foreldri stæði brotin eftir - löskuð fyrir lífstíð.

Allskonar erfiðar tilfinningar hafa gert vart við sig. Hjálparleysið og sorgin, óskin um að hafa getað hjálpað áður en svo afdrifarík ákvörðun var tekin. Óskin um að hafa verið treyst nóg til að segja manni hvað væri að gerast og hvað væri að. Óskin um að hafa staðið sig betur svo barnið hefði orðið sterkari einstaklingur og fundið aðra leið í sínum vandræðum. Sársaukafull sjálfsskoðun sem stendur enn yfir, yfirtekur lífið að nokkru leyti og veldur svo sárri kviku innra með mér. Stundum þarf ég að anda mig í gegnum andlega sársaukann, þvílíkar kvalir.

 

Áður undirliggjandi andlegar flækjur hafa magnast upp. Félagsfælnin er alveg laus úr sínum böndum og valsar um frjáls. Mér finnst hæfnin til mannlegra samskipta hafa tapast mikið. Enda hvernig mætti annað svo sem vera ? Mér tekst að rífa sjálfa mig niður daglega, ég skal alltaf finna eitthvað bilað og brogað við mig og þá oftast sem persónu.

 

Í kvöld verður samvera í Dómkirkjunni - klukkan átta. Þar minnunst við þeirra sem tekið hafa líf sitt.

 

Góðar stundir. 


á morgun rennur hann upp

dagurinn sem markaði þau verstu tímamót sem ég hef orðið fyrir. Enn baslast ég við afleiðingarnar og býst við þvi æfina á enda.

Hann Himmi minn fór  - fór og skildi mömmu sína eftir.

 

Hér til hliðar er tengill á kertasíðuna - ljósin hans. Mér þætti vænt um að sjá sem flest ljós þar á morgun.

 

takk.. 


að ala nöðru sér við brjóst

er ekkert spennandi upplifun en það hefur áreiðanlega komið fyrir okkur flest. Ég var að finna eitt svoleiðis dýr. 

Þegar maður spreðar væntumþykju sinni á fólk sem reynist ekki þess virði - þá setur mann ögn hljóðan.

 

Líklega er maður eftir allt svona lélegur mannþekkjari Tounge

 

En það gerir þá bara ekkert til..vont karma mun elta þá uppi sem hafa unnið sér það inn.

 

Fyndnast er þó að viðkomandi telur sig hafa áorkað einhverju og jú - batt í raun fyrir sín eigin augu. Þetta er áreiðanlega station útgáfan af strútsheilkenninu.

Ég er hinsvegar löngu hætt að afhenda þriðja aðila stjórnina yfir minni líðan. Þar ræð ég og bara ég LoL

 

Ef þið skiljið ekki rass í bala þá bara hnippið í mig á FB Halo

Annars er allt gott. Allir ágætlega hressir og margt skemmtilegt að gerast :) Ég komst meira að segja upp úr borði 38 í Candy crush saga lol :) 


Ég ætlaði

að láta þessa nýju stjórn gera skammir áður en ég færi að hnýta í hana. Spurning hvort þetta telst þá afbrot númer eitt ? 
mbl.is Lögreglan stöðvaði Sigmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í gær

Var einn þessara ljúfsáru daga. Sonur minn átti afmæli en þá kemur svo sterk áminning um gatið sem er í hópnum mínum. Síðasta flotta myndin af Himma heitnum var tekin 21 mai 2007 - þá varð þessi sem átti afmæli í gær, tvítugur.

 

Hilmar 

Hérna kemur sú mynd. 6 ára gömul síðan í gær. Við fórum með afmælisstrák og kærustuna hans út að borða í gær. Fyrir valinu varð Borgin. Fínn matur og fín þjónusta. Okkur fannst samt kolkrabbasalat frekar spes haha en jæja. Við völdum nefnilega smakk seðil :) Fengum allskonar mat 


Kjördagur í gær

og mikil spenna í loftinu.

 

Úrslit voru tiltölulega snemma ljós en bara í grófum dráttum. Píratar hrukku inn á síðustu metrunum.

 

Það eru margir nýir þingmenn sem setjast nú á þing.

 

Það verður gaman að fylgjast með þessu kjörtímabili.

Ég hefði viljað sjá sumt öðruvísi en um það tjóir ekki að fást - nú er niðurstaðan komin og í lýðræðisríki virðum við niðurstöðuna.

 

Ef þetta gengur ekki vel þá fást pottar og pönnur á góðu verði í Ikea.Tounge 


æ

Grafir eru verulega viðkvæmt mál hjá þeim sem eiga ástvini þarna.

Samkvæmt myndinni er þetta í jaðri. Vonandi hefur allt sloppið hjá elsku Himma mínum

 


mbl.is Sinueldur í Gufuneskirkjugarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hahaha

Svona fréttir eru alltaf svo skemmtilegar.

Einfaldir hlutir að fara í vaskinn í beinni útsendingu.

Væri ekki hægt að taka saman svona íslenskt myndband til að hressa upp á móralinn í þjóðinni svona í aðdraganda kosninganna ?

 

Hvaða málshátt fenguð þið ?

 

Gleðilega páska 


mbl.is Klúðurfréttir marsmánaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband